Kiðjaberg að kikna vegna rigninga Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2014 11:23 Jóhann á Kiðjabergi. Ef ekki hættir að rigna er lítið annað í kortunum en loka vellinum. Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“ Veður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira
Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“
Veður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira