Hallgrímskirkja er á meðal undarlegustu bygginga í heimi, ef marka má heimasíðu Strange Buildings. Á vefsíðunni gefst fólki kostur á að gefa hverri byggingu fyrir sig einkunn og uppfærist listinn jafnóðum. Uppröðun sætanna breytist því ört.
Portúgal skipar efstu tvö sæti listans með steinhúsið í Guimarães og tónlistarhúsið í Porto. Alls eru fimmtíu byggingar á listanum.