Innlent

Nokkur vitni stigið fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grafarvogur.
Grafarvogur. Vísir/Pjetur
Lögreglan í Grafarvogi hefur rætt við nokkur vitni að árás á karlmann á fertugsaldri í Rimahverfinu þann 12. júlí. Var maðurinn barinn með golfkylfum.

Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að nokkur vitni hafi gefið sig fram. Unnið sé úr þeim vísbendingum sem fram hafi komið. Það geti þó verið dálítið snúið enda lýsingarnar ekki allar eins og best verði á kosið. Fólki bregði eðlilega þegar svona gangi yfir.

Í fyrstu var talið að á annan tug manna hefðu ráðist á manninn. Lögreglan telur þó færri hafa verið að verki. Meiðsli mannsins sem fyrir árásinni varð reyndust ekki alvarleg. Hann var þó með áverka víðs vegar um skrokkinn og blæddi í gegnum bol sem hann var í. Einnig var hann með sprungna vör.

Árni Þór segir ekkert til í því sem fram hafi komið í einstökum fjölmiðlum um að um einhvers konar uppgjör vegna skulda hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×