Innlent

Líkamsárás á Frakkastíg: Maðurinn ekki í lífshættu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Myndin er af vettvangi hnífstungunnar.
Myndin er af vettvangi hnífstungunnar.
Maðurinn sem stunginn var á Frakkastíg um áttaleytið í kvöld eftir að slagsmál brutust út er ekki í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá þeim lækni sem tók á móti honum. 

Tveir sjúkrabílar komu á staðinn eftir að tilkynning barst um árásina og var maðurinn fluttur á slysadeild. Þegar hann kom þangað var hann í stöðugu ástandi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margoft í brjóstkassa og kviðarhol. Mun hann dveljast á sjúkrahúsinu í nótt. 

Vísir flutti fréttir af málinu fyrr í kvöld en lögregla lokaði umferð um Frakkastíg fyrir neðan Laugarveg til þess að rannsaka vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum var um pólska menn að ræða sem voru undir áhrifum eiturlyfja. Það fékkst hinsvegar ekki staðfest hjá vakthafandi lækni á slysadeild.

Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu. Friðrik Smári Björgvinsson fer fyrir rannsókninni en ekki hefur náðst í hann í kvöld. Opnað hefur verið fyrir umferð um Frakkastíg á ný.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×