Erlent

Kínverskir verkamenn sagði ógna fílum í Keníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Dýraverndarsamtök óttast útrýmingu fílsins í Keníu.
Dýraverndarsamtök óttast útrýmingu fílsins í Keníu. Vísir/AP
Talsmaður neytendasamtaka Kenía segir að þeir fimm þúsund verkamenn sem stefni nú til Kenía ógni lífi fíla í landinu. Aukin eftirspurn eftir fílabeinum í Kína hefur valdið aukningu í veiðiþjófnaði og náttúruverndarsamtök óttast að það muni leiða til útdauða fíla.

Steven Muturo frá Neytendasamtökum Kenía segir aukningu í veiðiþjófnaði þegar hafa orðið með fjölgun verkamanna frá Kína í landinu. Fimm þúsund Kínverjar í viðbót munu koma til landsins á næstu mánuðum. Munu þeir vinna að lagningu lestarteina.

Stjórnvöld í landinu gerðu nýverið samning við Kína um lagningu teinanna sem mun kosta um 3,6 milljarða dala, sem samsvarar rúmum 400 milljörðum króna. Yfirvöld í Kína munu greiða um 90 prósent kostnaðarins og framkvæmdir hefjast 1. október.

Muturo segir að íbúar Kenía ættu að vinna við lestarteinana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×