Innlent

Lokaræður réttarhaldana yfir Pistorius fluttar

Samúel Karl Ólason skrifar
Saksóknarinn sagði Pistorius hafa verið svikult vitni.
Saksóknarinn sagði Pistorius hafa verið svikult vitni. Vísir/AP
Saksóknari í réttarhöldunum yfir Oscar Pistorius fór með lokaræðu sína í morgun, þar sem hann sagði Pistorius hafa verið svikult vitni. Þá sagði saksóknarinn Gerrie Nel verjendur hans hefðu lagt fram tvær kenningar um hvað gerðist kvöldið sem Reeva Steenkamp, kærasta Pistorius, var skotin til bana.

Pistorius skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurð á heimili þeirra og saksóknarar segja hann hafa gert það viljandi eftir rifrildi þeirra. Verjendur hans segja þó að hann hafi haldið að innbrotsþjófur væri í baðherberginu og hafi óttast um líf sitt.

Kviðdómendur ákveða ekki niðurstöður réttarhalda í Suður-Afríku og mun dómari því ákveðan hvort Pistorius sé sekur eða saklaus. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm til lífstíðarfangelsis.

Verjandi Pistorius mun flytja lokaræðu sína á morgun.

Hér að neðan má sjá frétt frá AP um réttarhöldin.

Saksóknarinn Gerrie Nel.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×