Fótbolti

Xavi leggur landsliðsskóna á hilluna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Xavi á magnaðan landsliðsferil að baki.
Xavi á magnaðan landsliðsferil að baki. vísir/getty
Xavi, miðjumaður Barcelona, er hættur að spila með spænska landsliðinu í knatspyrnu, en þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í dag.

„Ég hef ákveðið að hætta að leika með landsliðinu. Ég er þakklátur fyrir öll þessi ár. Þetta hefur verið frábær tími,“ sagði Xavi.

Xavi, sem er orðinn 34 ára gamall, á að baki 133 landsleiki, en hann var í sigurliðum Spánar á EM 2008, HM 2014 og EM 2012. Hann skoraði 13 mörk á landsliðsferlinum.

Þetta landslið er að flestum talið það besta í sögunni og á Xavi stóran þátt í sigurgöngu þess.

Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleikjunum þremur, lagði upp sigurmarkið á Fernando Torres þegar Spánn vann Þýskaland í úrslitum á EM 2008 og átti tvær stoðsendingar í sigrinum á Ítalíu í úrslitaleiknum á EM 2012.

Þar var hann einnig kjörinn besti leikmaður mótsins, en Xavi er eini maðurinn sem lagt hefur upp mark eða mörk í tveimur úrslitaleikjum á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×