Innlent

Lögregla leitar vitna vegna árásarinnar á Frakkastíg

Bjarki Ármannsson skrifar
Mynd af vettvangi árásarinnar.
Mynd af vettvangi árásarinnar. Mynd/Ágústa
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú vitna að árásinni sem átti sér stað á Frakkastíg síðastliðið laugardagskvöld, rétt fyrir hálfátta. Ráðist var að karlmanni á fertugsaldri og hann stunginn illa með hníf.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða í einkaskilaboðum á Facebook-síðu embættisins. Maðurinn sem særðist hefur verið útskrifaður af spítala en sá sem grunaður er um árásina er í gæsluvarðhaldi.


Tengdar fréttir

Sýndi ógnandi tilburði á Bar 7

Erlendur karlmaður var útskrifaður af sjúkrahúsi um miðnætti í gær eftir að hafa verið stunginn eftir slagsmál í miðbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×