Íslenski boltinn

Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Arnþór
Chukwudi Chijindu, framherji Þórs, betur þekktur sem Chuck, var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld. Vilhjálmur dæmdi aukaspyrnu á Þór á 93. mínútu sem Pablo Punyed skoraði sigurmark leiksins úr.

Bæði lið þurftu á stigum að halda og virtist allt stefna í að liðin skyldu jöfn eftir að Shawn Nicklaw jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Vilhjálmur Alvar dæmdi hinsvegar aukaspyrnu fyrir brot á Garðari Jóhannssyni í uppbótartíma í seinni hálfleik við vítateigsbogann en tilefnið virtist vera lítið.

Punyed steig upp á réttum tíma og skrúfaði boltann í fjærhornið skömmu áður en Vilhjálmur Alvar flautaði til leiksloka. Leikmenn Þórs voru gríðarlega ósáttir og neyddist Vilhjálmur til þess að spjalda einn leikmann Þórs eftir að leik lauk.

Chuck var gríðarlega ósáttur ásamt stuðningsmönnum Þórs en samantekt af tístum þeirra má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×