Íslenski boltinn

Hverjir eiga á hættu að missa af bikarúrslitaleiknum?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Henry er einn þeirra leikmanna sem er á hættusvæði fyrir bikarúrslitaleikinn.
Kjartan Henry er einn þeirra leikmanna sem er á hættusvæði fyrir bikarúrslitaleikinn. Vísir/Daníel
KR tekur á móti Keflavík í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikurinn er eins konar general-prufa fyrir úrslitaleik Borgunarbikarsins á laugardaginn, þar sem sömu lið mætast.

KR og Keflavík eru bæði með nokkra leikmenn á hættusvæði vegna gulra spjalda og því gætu Rúnar Kristinsson og KristjánGuðmundsson, þjálfarar liðanna, brugðið á það ráð að hvíla menn í kvöld til að koma í veg fyrir að þeir missi af bikarúrslitaleiknum.

Hjá KR eru Abdel-Farid Zato-Arouna, Aron Bjarki Jósepsson, Gary Martin og Kjartan Henry Finnbogason á hættusvæði, en fái þeir gult spjald í leik kvöldsins missa þeir af bikarúrslitaleiknum.

Hjá Keflavík eru Einar Orri Einarsson, Frans Elvarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson og sænski markvörðurinn Jonas Sandqvist á hættusvæði.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15, en fylgst verður með honum í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Brynjar Gauti: Fæ gult spjald fyrir að láta sparka í mig

Brynjar Gauti Guðjónsson var óánægður með að Kjartan Henry Finnbogason skyldi sleppa með gult spjald þegar hann sparkaði í Brynjar. Kjartan var hinsvegar ekki á sömu buxunum og taldi að Gunnar Jarl hefði leyst atvikið á réttan hátt.

Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár

Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×