Íslenski boltinn

Pabbi Arons Elís tryggði Víkingum síðast sigur á Fylki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Elís Þrándarson hefur verið besti maður Víkings í sumar.
Aron Elís Þrándarson hefur verið besti maður Víkings í sumar. vísir/vilhelm
Fylkir og Víkingur mætast í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld klukkan 19.15, en tveir leikir fara fram því Eyjamenn taka einnig á móti FH klukkan 17.00.

Víkingar völtuðu yfir Fylkismenn, 5-1, þegar liðin mættust síðast í bikarnum, en Árbæingar unnu fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni, 2-1.

Það átti ekki að koma neinum á óvart því Fylki gengur yfirleitt mjög vel með Víkinga þegar liðin mætast í efstu deild. Árbæingar eru búnir að vinna níu úrvalsdeildarleiki í röð gegn Víkingum.

Síðast vann Víkingur leik gegn Fylki í efstu deild 11. september 1993, eða fyrir 21 ári síðan. Tomasz Jaworek og MarteinnGuðgeirsson skoruðu þá mörk Víkinga í 2-1 sigri í Árbænum, en mark Fylkis skoraði BjörnEinarsson sem er í dag formaður Víkings.

Síðan þá hafa Fylkismenn unnið allar viðureignir liðanna í efstu deild. Þeir Appelsínu gulu unnu báða leikina 2004, 2006, 2007, 2011 og svo fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni í sumar sem fyrr segir.

Ef teknir eru með leikir í 1. deild eru Fylkismenn búnir að vinna tíu í röð og tólf af síðustu þrettán, en síðasti sigur Víkings á Fylki á Íslandsmótinu var í 1. deildinni sumarið 1997.

Þá vann Víkingur 1-0 sigur í Víkinni með marki ÞrándarSigurðssonar, föður Arons Elís Þrándarsonar, skærustu stjörnu Víkingsliðsins í dag. Þarna var Aron Elís á þriðja aldursári. Nú er bara spurning hvort hann feti í fótspor föður síns og komi Víkingum aftur á sigurbraut gegn Fylki á Íslandsmótinu.

Síðustu níu leikir Fylkis og Víkings í efstu deild:

2004:

Fylkir - Víkingur 2-1

Víkingur - Fylkir 1-3

2006:

Víkingur - Fylkir 0-2

Fylkir - Víkingur 1-0

2007:

Víkingur - Fylkir 0-1

Fylkir - Víkingur 1-0

2011:

Víkingur - Fylkir 1-3

Fylkir - Víkingur 2-1

2013:

Víkingur - Fylkir 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×