Fyrirspurnum frá flugfarþegum rignir inn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 12:00 mynd/Kristján Þór Kristjánsson Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira