Körfubolti

Kobe sendi LeBron áhugaverð smáskilaboð sumarið 2010

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ætli LeBron sé búinn að svara kyndingunni í seinni tíð?
Ætli LeBron sé búinn að svara kyndingunni í seinni tíð? vísir/afp
Íþróttafréttaritarinn Kevin Ding hjá Bleacher Report sem sérhæfir sig í Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum greindi frá áhugaverðum smáskilaboðum sem Kobe Bryant sendi kollega sínum LeBron James sumarið 2010.

Sumarið 2010 var Kobe Bryant nýbúinn að vinna annan NBA-meistaratitilinn í röð og sinn fimmta alls með Los Angeles Lakers. Liðið var í þann mund að framlengja samning sinn við Phil Jackson og ekkert sem benti til annars en liðið myndi halda áfram að berjast á toppnum.

LeBron James var rétt nýbúinn að taka ákvörðunina um að ganga til liðs við Miami og nokkuð frá því að vera vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna á þeim tíma.

„Haltu áfram að vinna annan MVP ef þú vilt. Og finndu borgina sem þú vilt búa í. Það erum við sem ætlum að vinna annan meistaratitil. Ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði Kobe Bryant í skilaboðunum til LeBron James.

Tímabilið á eftir var Derrick Rose leikmaður Chicago Bulls valinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar (MVP). Dallas Mavericks sópaði Lakers út úr undanúrslitum vesturdeildarinnar og lagði LeBron James og félaga í Miami Heat í úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×