„Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2014 14:12 Ríkið átti lengi áburðarverksmiðju í Gufunesi. Hún framleiddi 60.000 tonn fyrir innanlandsmarkað. Vísir / Pjetur Hópur áhugamanna sem talað er um í þingsályktunartillögu Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, og nokkurra flokkssystkina hans er fyrirtækið Fertil ehf. Í þingsályktunartillögunni er vísað til þess að hópur áhugamanna hafi ráðist í frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði.Þriggja manna hópurAð félaginu standa þrír menn sem skipta með sér samtals 87 prósenta eignarhlut í félaginu, samkvæmt síðasta birta ársreikningi þess. Það eru bræðurnir Jón og Einar Hjartarsynir auk Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings. Ekki er tilgreint í síðasta birta ársreikningi hver fer með eignarhald á því hlutafé sem eftir stendur en aðeins innlendir aðilar eru tilgreindir. Jón segir í samtali við Vísi að fjárfestar séu tilbúnir og bíði eftir að gengið sé frá lausum endum. „Við erum að ganga frá öllum samningum við byrgja, söluaðila og þess háttar. Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur,“ segir hann.Fjárfestingarþörfin hefur fjórfaldastÁrið 2009 áttu að verða til 150 bein störf, þar af 50 til 60 fyrir fólk með hátt menntunarstig en afleidd störf þrisvar til fjórum sinnum fleiri. Í dag er talað um að 150-200 störf verði til auk ótilgreinds fjölda afleiddra starfa. Jón segir töluna í tillögu Þorsteins ekki alveg rétta, kostnaðurinn sé aðeins lægri. Morgunblaðið sagði frá áætlunum fyrirtækisins 2009 en þá hermdu heimildir blaðsins að fjárfestingin yrði ekki undir 30 milljörðum og raforkuþörfin 350 MW. Það er talsvert minna en þeir 120 milljarðar sem talað er um í þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins. Þorsteinn hafði sjálfur samband við forsvarsmenn Fertils.Vísir / Daníel Þorsteinn átti frumkvæðiðHugmyndin var kynnt fyrir öllum þingmönnum suðurkjördæmis og fleiri aðilum. Jón og Eggert segja í kjölfarið hafi Þorsteinn haft samband og lagt til að hann myndi taka málið upp á þingi. „Þorsteinn hafði samband við okkur og spurðist fyrir um hvað við værum að gera. Hann sagði: „Mig langar að leggja þetta fram“. Þetta var samþykkt einróma af Framsóknarflokknum á sínum tíma,“ segir Jón.Hafa ekki heyrt í Fertil í árVísir greindi frá því í morgun að lítil spenna væri í sveitarfélögunum tveimur sem koma til greina að hýsa verksmiðjuna. Framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar segir að síðustu samskipti sem sveitarfélagið hafi átt við forsvarsmenn Fertil hafi verið á síðasta ári. Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð á milli sveitarfélagsins og Fertil um að útvega lóð fyrir verksmiðjuna. Samkvæmt bæði Jóni og Eggerti hefur einnig verið skrifað undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um lóðir. Alþingi Tengdar fréttir Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46 Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Hópur áhugamanna sem talað er um í þingsályktunartillögu Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, og nokkurra flokkssystkina hans er fyrirtækið Fertil ehf. Í þingsályktunartillögunni er vísað til þess að hópur áhugamanna hafi ráðist í frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði.Þriggja manna hópurAð félaginu standa þrír menn sem skipta með sér samtals 87 prósenta eignarhlut í félaginu, samkvæmt síðasta birta ársreikningi þess. Það eru bræðurnir Jón og Einar Hjartarsynir auk Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings. Ekki er tilgreint í síðasta birta ársreikningi hver fer með eignarhald á því hlutafé sem eftir stendur en aðeins innlendir aðilar eru tilgreindir. Jón segir í samtali við Vísi að fjárfestar séu tilbúnir og bíði eftir að gengið sé frá lausum endum. „Við erum að ganga frá öllum samningum við byrgja, söluaðila og þess háttar. Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur,“ segir hann.Fjárfestingarþörfin hefur fjórfaldastÁrið 2009 áttu að verða til 150 bein störf, þar af 50 til 60 fyrir fólk með hátt menntunarstig en afleidd störf þrisvar til fjórum sinnum fleiri. Í dag er talað um að 150-200 störf verði til auk ótilgreinds fjölda afleiddra starfa. Jón segir töluna í tillögu Þorsteins ekki alveg rétta, kostnaðurinn sé aðeins lægri. Morgunblaðið sagði frá áætlunum fyrirtækisins 2009 en þá hermdu heimildir blaðsins að fjárfestingin yrði ekki undir 30 milljörðum og raforkuþörfin 350 MW. Það er talsvert minna en þeir 120 milljarðar sem talað er um í þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins. Þorsteinn hafði sjálfur samband við forsvarsmenn Fertils.Vísir / Daníel Þorsteinn átti frumkvæðiðHugmyndin var kynnt fyrir öllum þingmönnum suðurkjördæmis og fleiri aðilum. Jón og Eggert segja í kjölfarið hafi Þorsteinn haft samband og lagt til að hann myndi taka málið upp á þingi. „Þorsteinn hafði samband við okkur og spurðist fyrir um hvað við værum að gera. Hann sagði: „Mig langar að leggja þetta fram“. Þetta var samþykkt einróma af Framsóknarflokknum á sínum tíma,“ segir Jón.Hafa ekki heyrt í Fertil í árVísir greindi frá því í morgun að lítil spenna væri í sveitarfélögunum tveimur sem koma til greina að hýsa verksmiðjuna. Framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar segir að síðustu samskipti sem sveitarfélagið hafi átt við forsvarsmenn Fertil hafi verið á síðasta ári. Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð á milli sveitarfélagsins og Fertil um að útvega lóð fyrir verksmiðjuna. Samkvæmt bæði Jóni og Eggerti hefur einnig verið skrifað undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um lóðir.
Alþingi Tengdar fréttir Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46 Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46
Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19