Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2014 11:56 Skólayfirvöld meta það sem svo að "óæskilegar“ skoðanir drengs geri hann að slæmri fyrirmynd og þannig útilokandi frá trúnaðarstörfum innan nemendafélags. Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins. Alþingi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins.
Alþingi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira