Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2014 11:56 Skólayfirvöld meta það sem svo að "óæskilegar“ skoðanir drengs geri hann að slæmri fyrirmynd og þannig útilokandi frá trúnaðarstörfum innan nemendafélags. Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins. Alþingi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins.
Alþingi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira