ÍR vann Fram, 33-28, í hálfgerðum úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í handbolta á heimavelli sínum í Austurbergi í gærkvöldi.
Staðan í hálfleik var 19-15 fyrir heimamenn sem náðu mest níu marka forystu í seinni hálfleik, 32-23, og unnu á endanum nokkuð þægilegan sigur.
Fyrir leikinn var ljóst að það lið sem myndi vinna leikinn yrði Reykjavíkurmeistari, en ÍR endaði í efsta sæti af fimm liðum með sex stig eftir þrjá sigra og eitt tap.
Fram er með fjögur stig eftir þrjá leiki og á eftir einn leik á móti 1. deildar liði KR, en ÍR var afhentur bikarinn í gær því úrslit í innbyrðisviðureignum gilda og kemst Fram því ekki yfir Breiðhyltinga úr þessu.
Fín byrjun hjá BjarnaFritzsyni sem þjálfari ÍR, en hornamaðurinn öflugi er tekinn við uppeldisfélagi sínu. Hann skoraði sex mörk í leiknum.
Sturla Ásgeirsson var markahæstur með átta mörk og Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sjö mörk, en ÍR-ingar spiluðu án BjörgvinsHólmgeirssonar.
Línumaðurinn Garðar Sigurjónsson var markahæstur í liði Fram með sex mörk líkt og hornamaðurinn skemmtilegi ÓlafurÓlafsson.
ÍR varð Reykjavíkurmeistari í handbolta
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn