Erlent

Dómsuppkvaðningu frestað til morguns

Birta Björnsdóttir skrifar
Árlega eru framin á bilinu 16 til 17 þúsund morð í Suður Afríku en fæst þeirra hafa vakið jafn mikla alheimsathygli og þegar spretthlauparinn Oscar Pistorius skaut unnustu sína, fyrirsætuna Reevu Steenkamp, til bana þann 14.febrúar í fyrra.

Réttarhöldin hafa sömuleiðis vakið mikla athygli en Pistorius hefur frá upphafi játað að hafa orðið Steenkamp að bana, en fullyrt að hann hafi talið hana vera innbrotsþjóf og skotið hana fyrir slysni.

Pistorius sat niðurlútur og grét á meðan dómarinn, Thokozile Masipa, las upp úrksurð sinn. Eftir að hafa kunngjört þá niðurstöðu sína að Pistorius hefði ekki myrt unnustu sína af yfirlögðu ráði gerði hún hlé á dómsuppkvaðningunni til morguns.

Þá kemur í ljós hvort Pistorius verður dæmdur fyrir manndráp af gáleysi. Fari svo gæti hann átt yfir höfði sér sjö til fimmtán ára fangelsdóm.


Tengdar fréttir

Dómur kveðinn yfir Pistoriusi

Pistorius á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði.

Réttarhöldum yfir Pistorius frestað til morguns

Fréttaskýrendur segja allt benda til þess að suður-afríski spretthlauparinn verði fundinn sekur um manndráp af gáleysi þó að dómarinn hafi enn ekki tekið slíkt fram svart á hvítu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×