Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2014 13:24 Sveinbjörg er hér til vinstri, áður er aðalmeðferð málsins hófst í morgun. „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins, þegar sækjandi í Gálgahraunsmálinu spurði hana hvort hún hefði fengið fyrirmæli frá lögreglu. Sveinbjörg er ein þeirra níu sem handtekin voru og ákærð í mótmælunum í Gálgahrauni þann 21. október á síðasta ári. Þegar dómari gekk á hana um hvort hún hefði fengið tilmæli frá lögreglu um að yfirgefa svæðið sagðist hún kjósa að tjá sig ekki um það. „Ég fór aldrei inn fyrir borðann.“ Sveinbjörg sagðist hafa verið á göngu, töluvert frá vinnusvæðinu, þegar lögreglumaður hafi reynt að stöðva hana. Hún hélt þó áfram og settist niður. „Það næsta sem ég veit er að það er búið að setja borða í kringum mig og lögreglumenn koma með börur og bera mig í burtu,“ sagði Sveinbjörg. Þó kom fram seinna í máli hennar að „töluverður tími“ hafi liðið frá því að hún settist niður og borðinn hafi verið settur upp í kringum hana. Einnig hafði komið í ljós við meðferð málsins að vinnusvæðið og þar með lokaða svæðið hafi færst til eftir því sem vegavinnunni miðaði.Hreyttu í hana ónotum Hún sagði að erfitt hefði verið að halda sér á börunum svo hún dytti ekki af þeim, þegar verið var að bera hana yfir hraunið. Þá hafi lögreglumaður og lögreglukona hreytt í hana ónotum á leiðinni. Eins og að vonandi myndi hún fá háa sekt og að vonandi hefði hún gaman af því að láta bera sig í gegnum hraunið. Þegar því hafi verið lokið hafi börurnar verið lagðar niður og þá sagði hún að lögreglukona hafi sagt henni „mjög hrannarlega“ að standa upp. Eftir að hafa legið kyrr svo lengi segist Sveinbjörg ekki hafa náð að bregðast við einn, tveir og þrír. Þá hafi hún verið rifin á fætur og snúið upp á hendurnar á henni. „Ég sagði: Viljið þið gjöra svo vel að passa það að ég er píanóleikar og hendurnar skipta mig miklu máli. Það var ekkert hlustað á það og mér var hent í bílinn.“Ákveðin, ekki ofbeldisfull Fyrsta spurning verjanda Sveinbjargar var hve gömul hún væri og sagðist hún vera 71 árs. „Ertu ofbeldisfull?“ var önnur spurningin. „Alveg svakalega,“ svaraði Sveinbjörg og hló. „Nei ég er ekki ofbeldisfull. Ég er ákveðin, en ekki ofbeldisfull.“ Sveinbjörg var sett í fangaklefa og sagði hún að tíminn þar hefði virkað eins og heil eilífð. Lögreglumaður sem kom að handtöku Sveinbjargar sagði hana hafa fengið ítrekuð fyrirmæli og aðvaranir áður en hún hafi verið handtekin. Hann játaði því að mótmælin hafi verið friðsamleg. „Fenguð þið fyrirmæli um að handtaka þessa friðsamlegu mótmælendur?“ spurði verjandi Sveinbjargar. „Við fengum fyrirmæli um að handtaka þá sem hlýddu ekki fyrirmælum og viðvörunum.“ Hann sagði að ekki hafi verið snúið upp á hendi Sveinbjargar. Hún hafi neitað að standa upp og þá hafi hún verið reist upp. Þá sagði hann hana hafa gripið í lögreglubíl og ekki viljað sleppa.Hefði getað gengið Verjandi sagði hana hafa gripið í bílinn til að halda jafnvægi því þegar fólk á þessum aldri sé reist snögglega upp liggji við að það líði yfir þau. Því næst spurði verjandi Sveinbjargar hvort nauðsynlegt hafi verið að láta þrjá til fjóra lögreglumenn bera hana. Lögreglumaðurin sagði svo ekki vera. „Hún hefði getað gengið.“ Verjandinn sagði Sveinbjörgu ekki hafa getað það. „Gat hún það ekki?“ sagði lögreglumaðurinn. „Hún vildi það ekki. Það er smá munur.“ Gunnsteinn Ólafsson bar næst vitni fyrir hönd Sveinbjargar. Hann varð ekki vitni að sjálfri handtökunni en hann sagðist hafa verið vitni að aðferðum lögreglu við flutning hennar. Hann sagði Sveinbjörgu hafa verið beitta harðræði af hálfu lögreglumanna og að hún hafi rekið upp kvalaróp sem ekki hafi verið uppgerð. Tengdar fréttir „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59 Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07 Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18 Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58 "Kæran er út í hött" Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu. 25. janúar 2014 19:27 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. 29. janúar 2014 11:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
„Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins, þegar sækjandi í Gálgahraunsmálinu spurði hana hvort hún hefði fengið fyrirmæli frá lögreglu. Sveinbjörg er ein þeirra níu sem handtekin voru og ákærð í mótmælunum í Gálgahrauni þann 21. október á síðasta ári. Þegar dómari gekk á hana um hvort hún hefði fengið tilmæli frá lögreglu um að yfirgefa svæðið sagðist hún kjósa að tjá sig ekki um það. „Ég fór aldrei inn fyrir borðann.“ Sveinbjörg sagðist hafa verið á göngu, töluvert frá vinnusvæðinu, þegar lögreglumaður hafi reynt að stöðva hana. Hún hélt þó áfram og settist niður. „Það næsta sem ég veit er að það er búið að setja borða í kringum mig og lögreglumenn koma með börur og bera mig í burtu,“ sagði Sveinbjörg. Þó kom fram seinna í máli hennar að „töluverður tími“ hafi liðið frá því að hún settist niður og borðinn hafi verið settur upp í kringum hana. Einnig hafði komið í ljós við meðferð málsins að vinnusvæðið og þar með lokaða svæðið hafi færst til eftir því sem vegavinnunni miðaði.Hreyttu í hana ónotum Hún sagði að erfitt hefði verið að halda sér á börunum svo hún dytti ekki af þeim, þegar verið var að bera hana yfir hraunið. Þá hafi lögreglumaður og lögreglukona hreytt í hana ónotum á leiðinni. Eins og að vonandi myndi hún fá háa sekt og að vonandi hefði hún gaman af því að láta bera sig í gegnum hraunið. Þegar því hafi verið lokið hafi börurnar verið lagðar niður og þá sagði hún að lögreglukona hafi sagt henni „mjög hrannarlega“ að standa upp. Eftir að hafa legið kyrr svo lengi segist Sveinbjörg ekki hafa náð að bregðast við einn, tveir og þrír. Þá hafi hún verið rifin á fætur og snúið upp á hendurnar á henni. „Ég sagði: Viljið þið gjöra svo vel að passa það að ég er píanóleikar og hendurnar skipta mig miklu máli. Það var ekkert hlustað á það og mér var hent í bílinn.“Ákveðin, ekki ofbeldisfull Fyrsta spurning verjanda Sveinbjargar var hve gömul hún væri og sagðist hún vera 71 árs. „Ertu ofbeldisfull?“ var önnur spurningin. „Alveg svakalega,“ svaraði Sveinbjörg og hló. „Nei ég er ekki ofbeldisfull. Ég er ákveðin, en ekki ofbeldisfull.“ Sveinbjörg var sett í fangaklefa og sagði hún að tíminn þar hefði virkað eins og heil eilífð. Lögreglumaður sem kom að handtöku Sveinbjargar sagði hana hafa fengið ítrekuð fyrirmæli og aðvaranir áður en hún hafi verið handtekin. Hann játaði því að mótmælin hafi verið friðsamleg. „Fenguð þið fyrirmæli um að handtaka þessa friðsamlegu mótmælendur?“ spurði verjandi Sveinbjargar. „Við fengum fyrirmæli um að handtaka þá sem hlýddu ekki fyrirmælum og viðvörunum.“ Hann sagði að ekki hafi verið snúið upp á hendi Sveinbjargar. Hún hafi neitað að standa upp og þá hafi hún verið reist upp. Þá sagði hann hana hafa gripið í lögreglubíl og ekki viljað sleppa.Hefði getað gengið Verjandi sagði hana hafa gripið í bílinn til að halda jafnvægi því þegar fólk á þessum aldri sé reist snögglega upp liggji við að það líði yfir þau. Því næst spurði verjandi Sveinbjargar hvort nauðsynlegt hafi verið að láta þrjá til fjóra lögreglumenn bera hana. Lögreglumaðurin sagði svo ekki vera. „Hún hefði getað gengið.“ Verjandinn sagði Sveinbjörgu ekki hafa getað það. „Gat hún það ekki?“ sagði lögreglumaðurinn. „Hún vildi það ekki. Það er smá munur.“ Gunnsteinn Ólafsson bar næst vitni fyrir hönd Sveinbjargar. Hann varð ekki vitni að sjálfri handtökunni en hann sagðist hafa verið vitni að aðferðum lögreglu við flutning hennar. Hann sagði Sveinbjörgu hafa verið beitta harðræði af hálfu lögreglumanna og að hún hafi rekið upp kvalaróp sem ekki hafi verið uppgerð.
Tengdar fréttir „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59 Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07 Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18 Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58 "Kæran er út í hött" Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu. 25. janúar 2014 19:27 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. 29. janúar 2014 11:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
„Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59
Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49
Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07
Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18
Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58
"Kæran er út í hött" Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu. 25. janúar 2014 19:27
Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32
Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. 29. janúar 2014 11:52