Íslenski boltinn

Farid valinn í landslið Tógó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Farid í leik gegn Val.
Farid í leik gegn Val. Vísir/Vilhelm
Abdel-Farid Zato-Arouna, leikmaður KR, hefur verið valinn í landslið Tógó sem leikur tvo leiki gegn Úganda í undankeppni Afríkukeppninnar. Leikirnir fara fram 10. og 14. október. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Farid, sem er 22 ára gamall miðjumaður, var einnig í landsliðshópnum sem mætti Gíneu og Ghana í upphafi mánaðarins. Farid hefur leikið einn landsleik fyrir Tógó, gegn Lýðveldinu Kongó í september 2013.

Farid, sem gekk til liðs við KR frá Víkingi Ólafsvík, hefur leikið 16 deildarleiki með Vesturbæjarliðinu á tímabilinu. Hann varð bikarmeistari með KR í ágúst.


Tengdar fréttir

Punyed og Zato valdir í landslið El Salvador og Tógó

Pablo Punyed var valinn í fyrsta sinn í æfingarhóp El Salvadors fyrir Mið-Ameríkukeppnina sem fer fram í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þá var Farid-Zato valinn í landslið Tógó fyrir landsleiki gegn Gíneu og Gana í undankeppni Afríkukeppninnar.

Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum

Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×