Sunderland og Swansea skildu jöfn 0-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gylfi Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Swansea.
Gylfi náði ekki að setja mark sitt á leikinn og var skipt af leikvelli átta mínútum fyrir leikslok.
Swansea er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig en Sunderland er í 15. sæti með 5 stig.
