„Sá sem gerði þetta á skilið að sjást“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2014 09:12 Frá Friðlandinu að fjallabaki. Vísir/Vilhelm Ágúst Rúnarsson varð vitni að utanvegaakstri í Friðlandinu að fjallabaki, þann 20. september síðastliðinn, þar sem hann sá jeppa keyrt inn Jökulgilið. Þetta er eini dagurinn á árinu sem leyfilegt er að keyra inn gilið. Umræddum jeppa var keyrt um á miklum hraða og spólaði hann víða. „Það eru bændur sem að hafa þessa undanþágu samkvæmt reglugerð til að komast í smölun. Jeppakarlar og ferðamenn nýta sér þetta tækifæri oft,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Landið var friðlýst árið 1979 og á vef Umhverfisstofnunar segir að það hafi verið gert til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landsins. „Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu,“ segir á vef UST. „Ég var með mínum félögum í gönguferð um svæðið þegar við urðum vitni að þessu. Öll vorum við mjög sjokkeruð yfir því hvernig þetta var. Okkur finnst að þegar menn fá þetta einstaka leyfi að keyra þarna um, eigi menn aðeins að sitja á sér. Sérstaklega þar sem þetta er nú friðland,“ segir Ágúst. Hann telur að utanvegaakstur á Íslandi fari minnkandi. Umfjöllun fjölmiðla undanfarið um utanvegaakstur gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. „En svörtu sauðirnir skemma fyrir hinum, sem eru bara að njóta náttúrunnar og bera virðingu fyrir náttúrunni,“ segir Ágúst og bætir við: „Sá sem gerði þetta á skilið að sjást. Ég setti myndir af þessu á Facebook. Þar var einn jeppakarl alveg brjálaður og sagði þetta ekki skipta neinu máli. Þarna flæddi yfir og sporin myndu hverfa yfir veturinn. Það er þó ekki alveg svoleiðis því hann er að keyra yfir gróið svæði líka.“ Post by Agust Runarsson. Tengdar fréttir Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51 Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Lögreglan á Hvolsvelli segir fleiri tilkynningar um utanvegaakstur í sumar en undanfarin ár. Ástandið er mjög alvarlegt. 12. september 2014 16:00 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Ágúst Rúnarsson varð vitni að utanvegaakstri í Friðlandinu að fjallabaki, þann 20. september síðastliðinn, þar sem hann sá jeppa keyrt inn Jökulgilið. Þetta er eini dagurinn á árinu sem leyfilegt er að keyra inn gilið. Umræddum jeppa var keyrt um á miklum hraða og spólaði hann víða. „Það eru bændur sem að hafa þessa undanþágu samkvæmt reglugerð til að komast í smölun. Jeppakarlar og ferðamenn nýta sér þetta tækifæri oft,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Landið var friðlýst árið 1979 og á vef Umhverfisstofnunar segir að það hafi verið gert til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landsins. „Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu,“ segir á vef UST. „Ég var með mínum félögum í gönguferð um svæðið þegar við urðum vitni að þessu. Öll vorum við mjög sjokkeruð yfir því hvernig þetta var. Okkur finnst að þegar menn fá þetta einstaka leyfi að keyra þarna um, eigi menn aðeins að sitja á sér. Sérstaklega þar sem þetta er nú friðland,“ segir Ágúst. Hann telur að utanvegaakstur á Íslandi fari minnkandi. Umfjöllun fjölmiðla undanfarið um utanvegaakstur gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. „En svörtu sauðirnir skemma fyrir hinum, sem eru bara að njóta náttúrunnar og bera virðingu fyrir náttúrunni,“ segir Ágúst og bætir við: „Sá sem gerði þetta á skilið að sjást. Ég setti myndir af þessu á Facebook. Þar var einn jeppakarl alveg brjálaður og sagði þetta ekki skipta neinu máli. Þarna flæddi yfir og sporin myndu hverfa yfir veturinn. Það er þó ekki alveg svoleiðis því hann er að keyra yfir gróið svæði líka.“ Post by Agust Runarsson.
Tengdar fréttir Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51 Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Lögreglan á Hvolsvelli segir fleiri tilkynningar um utanvegaakstur í sumar en undanfarin ár. Ástandið er mjög alvarlegt. 12. september 2014 16:00 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Lögreglan á Hvolsvelli segir fleiri tilkynningar um utanvegaakstur í sumar en undanfarin ár. Ástandið er mjög alvarlegt. 12. september 2014 16:00
Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00