Á að senda saksóknara „berhentan í hringinn“? Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. október 2014 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira