Á að senda saksóknara „berhentan í hringinn“? Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. október 2014 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira