Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2014 12:59 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Vísir/Daníel Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála en að starfsfólki Barnaverndarstofu hafi verið boðið að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er. Því veki furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Barnaverndarstofu. Í yfirlýsingu frá starfsfólki Barnaverndarstofu segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. Fréttatilkynning frá velferðarráðuneytinu var send út nú fyrir hádegi þar sem má sjá viðbrögð félags- og húsnæðismálaráðherra um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu. „Barnaverndarstofa bregst hart við í yfirlýsingu í dag þar sem starfsfólk stofnunarinnar virðist gefa sér niðurstöður í umfangsmikilli endurskipulagningu á stjórnsýslu barnaverndarstarfs og félagsþjónustu í landinu sem nú er að hefjast. Markmiðið er að draga skýrari skil milli stjórnsýslu og eftirlits annars vegar og þjónustu hins vegar í samstarfi við sveitarfélögin og samtök þeirra. Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga kunna að verða hluti niðurstöðu þessarar endurskipulagningar þegar þar að kemur. Eftirliti með félagsþjónustu er áfátt og einnig hefur velferðarráðuneytið vegna gagnrýni á það að Barnaverndarstofa annast bæði þjónustuverkefni og eftirlit með barnavernd þurft að taka yfir eftirlit með þessum úrræðum. Félags- og húsnæðismálaráðherra véfengir hvorki fagleg vinnubrögð starfsfólks Barnaverndarstofu né starfsmanna félagsþjónustu sveitarfélaganna. Það er hins vegar alveg ljóst að margt er lýtur að skipulagi þessara mála þarfnast endurskoðunar og breytinga. Nefnd á vegum ráðherra hefur verið skipuð og er henni ætlað að vinna að tillögugerð á þessu sviði. Stefnt er að því að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir páska. Vinna við endurskoðun og endurskipulagningu er því að hefjast. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. Barnaverndarstofu hefur verið boðið að taka þátt í þessari vinnu og því vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna. Mikilvægt er að vinna við endurskoðun stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar fari faglega fram í samvinnu við helstu hagsmunaaðila og ítarleg umræða fari fram um málið þegar niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála en að starfsfólki Barnaverndarstofu hafi verið boðið að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er. Því veki furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Barnaverndarstofu. Í yfirlýsingu frá starfsfólki Barnaverndarstofu segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. Fréttatilkynning frá velferðarráðuneytinu var send út nú fyrir hádegi þar sem má sjá viðbrögð félags- og húsnæðismálaráðherra um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu. „Barnaverndarstofa bregst hart við í yfirlýsingu í dag þar sem starfsfólk stofnunarinnar virðist gefa sér niðurstöður í umfangsmikilli endurskipulagningu á stjórnsýslu barnaverndarstarfs og félagsþjónustu í landinu sem nú er að hefjast. Markmiðið er að draga skýrari skil milli stjórnsýslu og eftirlits annars vegar og þjónustu hins vegar í samstarfi við sveitarfélögin og samtök þeirra. Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga kunna að verða hluti niðurstöðu þessarar endurskipulagningar þegar þar að kemur. Eftirliti með félagsþjónustu er áfátt og einnig hefur velferðarráðuneytið vegna gagnrýni á það að Barnaverndarstofa annast bæði þjónustuverkefni og eftirlit með barnavernd þurft að taka yfir eftirlit með þessum úrræðum. Félags- og húsnæðismálaráðherra véfengir hvorki fagleg vinnubrögð starfsfólks Barnaverndarstofu né starfsmanna félagsþjónustu sveitarfélaganna. Það er hins vegar alveg ljóst að margt er lýtur að skipulagi þessara mála þarfnast endurskoðunar og breytinga. Nefnd á vegum ráðherra hefur verið skipuð og er henni ætlað að vinna að tillögugerð á þessu sviði. Stefnt er að því að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir páska. Vinna við endurskoðun og endurskipulagningu er því að hefjast. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. Barnaverndarstofu hefur verið boðið að taka þátt í þessari vinnu og því vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna. Mikilvægt er að vinna við endurskoðun stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar fari faglega fram í samvinnu við helstu hagsmunaaðila og ítarleg umræða fari fram um málið þegar niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01
Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29