Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. október 2014 10:29 Eygló hefur sagt að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd Vísir / GVA Starfsfólk Barnaverndarstofu segir að Eygló Harðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fari ekki með rétt mál um stöðu barnaverndarmála hér á landi. Starfsfólkið segir að ummæli ráðherra bendi til þess að í undirbúningi séu ákvarðanir um breytingar á barnaverndarkerfinu á röngum forsendum. Þetta segir í yfirlýsingu sem starfsmenn Barnaverndarstofu samþykktu á fundi sínum í dag. Í yfirlýsingunni segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. „Á svæðinu sem afmarkast af klukkutíma akstri út frá Reykjavík koma um 85% allra tilkynninga í barnavernd og um 81% barnaverndarmála. Ef einungis er miðað við höfuðborgarsvæðið er um að ræða 69% tilkynninga og 62% barnaverndarmála,“ segir í yfirlýsingunni. Ráðherra hefur sagt að koma verði upp sérstökum gæðastöðlum í barnaverndarkerfinu og að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd. „Hið rétta er að á öllum málasviðum barnaverndar liggja fyrir handbækur (t.d. fyrir barnaverndarstarfsmenn í héraði og starfsfólk meðferðarheimila), leiðbeiningar, reglur og gæðastaðlar,“ segja starfsmennirnir. Starfsmennirnir segja að stofnunin gegni mikilvægu hlutverki við að leiðbeina og hafa eftirlit með að reglum um málsmeðferð samkvæmt lögum sé framfylgt. Því sé eðli málsins samkvæmt gæðaeftirlit í gangi. „Á sumum sviðum, t.d. kynferðisbrota gegn börnum, hefur Ísland m.a.s. orðið fyrirmynd annarra Evrópuþjóða.“ Í yfirlýsingunni furða starfsmenn sig einnig á því að þeir hafi nánast eingöngu fengið upplýsingar um málið úr fjölmiðlum. Þá segja þeir að „ráðherra hafi hingað til ekki séð ástæðu til að leita liðsinnis starfsfólksins, sem eðli máls samkvæmt býr yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum“. Alþingi Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Starfsfólk Barnaverndarstofu segir að Eygló Harðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fari ekki með rétt mál um stöðu barnaverndarmála hér á landi. Starfsfólkið segir að ummæli ráðherra bendi til þess að í undirbúningi séu ákvarðanir um breytingar á barnaverndarkerfinu á röngum forsendum. Þetta segir í yfirlýsingu sem starfsmenn Barnaverndarstofu samþykktu á fundi sínum í dag. Í yfirlýsingunni segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. „Á svæðinu sem afmarkast af klukkutíma akstri út frá Reykjavík koma um 85% allra tilkynninga í barnavernd og um 81% barnaverndarmála. Ef einungis er miðað við höfuðborgarsvæðið er um að ræða 69% tilkynninga og 62% barnaverndarmála,“ segir í yfirlýsingunni. Ráðherra hefur sagt að koma verði upp sérstökum gæðastöðlum í barnaverndarkerfinu og að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd. „Hið rétta er að á öllum málasviðum barnaverndar liggja fyrir handbækur (t.d. fyrir barnaverndarstarfsmenn í héraði og starfsfólk meðferðarheimila), leiðbeiningar, reglur og gæðastaðlar,“ segja starfsmennirnir. Starfsmennirnir segja að stofnunin gegni mikilvægu hlutverki við að leiðbeina og hafa eftirlit með að reglum um málsmeðferð samkvæmt lögum sé framfylgt. Því sé eðli málsins samkvæmt gæðaeftirlit í gangi. „Á sumum sviðum, t.d. kynferðisbrota gegn börnum, hefur Ísland m.a.s. orðið fyrirmynd annarra Evrópuþjóða.“ Í yfirlýsingunni furða starfsmenn sig einnig á því að þeir hafi nánast eingöngu fengið upplýsingar um málið úr fjölmiðlum. Þá segja þeir að „ráðherra hafi hingað til ekki séð ástæðu til að leita liðsinnis starfsfólksins, sem eðli máls samkvæmt býr yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum“.
Alþingi Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01