Hlutabréfamarkaðir vestan hafs bregðast við ebólusmiti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2014 23:32 Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, fór yfir málið með fjölmiðlum í dag. Vísir / AFP Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits. Ebóla Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits.
Ebóla Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira