Segir ekkert vanmat á matarkostnaði fjölskyldna Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira