Yfirgengileg túristamynd vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 10:24 Hér spara menn sig hvergi -- allur pakkinn á einni mynd. Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári. Bárðarbunga Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári.
Bárðarbunga Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira