Ellefu þúsund krónur í dagpeninga vegna fæðis 14. október 2014 20:10 Ríkisstarfsmaður á ferðalagi innanlands fær tæplega ellefu þúsund krónur í dagpeninga fyrir fæði. Á sama tíma reiknar Fjármálaráðuneytið með að fjögurra manna fjölskylda eyði tæpum þrjú þúsund krónum í mat á dag. Landbúnaðarráðherra segir að til greina komi að endurskoða þau neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. Eins og fram kom í fréttum í gær reiknar ráðuneytið með að hver máltíð einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu kosti 248 krónur. Fyrir 248 krónu má til dæmis kaupa eitt kíló af kartöflum. Reikna má með að ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands geti valið úr fjölbreyttari fæðu. Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að starfsmaður sem dvelur á sex til tíu tíma ferðalagi innanlands fær 5.400 krónur í dagpeninga fyrir mat og 10.800 krónur ef hann dvelur lengur. Á sama tíma er neysluviðmið ráðuneytisins fyrir fjögurra manna fjölskyldi 2.980 krónur á dag, eða 248 krónur hver máltíð á einstakling. Ríkisstarfsmaður gæti því keypt sér 43 máltíðir samkvæmt þessu. En hvað gerist þegar fólk með lágar tekjur kaupir í matinn? „Þau velja, freistast frekar eða neyðast, til að kaupa sér óhollari saðningu þar sem að minna er um hollustuefni en meira af sykri og óhollri fita og svo framvegis,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Málið var til umfjöllunar á Alþingi í dag. „Annað er það að hér hafi orðið einhver mistök sem hljóta að kalla á að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um hækkun á virðisaukaskatti á matvælum verði endurskoðaðar. Eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í spariinnkaupum að þau skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnaði upp á 248 krónur fyrir einstakling hver máltíð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, var Sigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra til svara. „Varðandi þeir fréttir sem hafa verið um neysluviðmið tel ég það einboðið að þingnefnd sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að menn séu að miða þar við röng viðmið, eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi, þá býst ég við að í meðferð þingsins taki menn það til gagngerrar skoðunar og leysi úr því.“ Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 "Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01 Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Ríkisstarfsmaður á ferðalagi innanlands fær tæplega ellefu þúsund krónur í dagpeninga fyrir fæði. Á sama tíma reiknar Fjármálaráðuneytið með að fjögurra manna fjölskylda eyði tæpum þrjú þúsund krónum í mat á dag. Landbúnaðarráðherra segir að til greina komi að endurskoða þau neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. Eins og fram kom í fréttum í gær reiknar ráðuneytið með að hver máltíð einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu kosti 248 krónur. Fyrir 248 krónu má til dæmis kaupa eitt kíló af kartöflum. Reikna má með að ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands geti valið úr fjölbreyttari fæðu. Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að starfsmaður sem dvelur á sex til tíu tíma ferðalagi innanlands fær 5.400 krónur í dagpeninga fyrir mat og 10.800 krónur ef hann dvelur lengur. Á sama tíma er neysluviðmið ráðuneytisins fyrir fjögurra manna fjölskyldi 2.980 krónur á dag, eða 248 krónur hver máltíð á einstakling. Ríkisstarfsmaður gæti því keypt sér 43 máltíðir samkvæmt þessu. En hvað gerist þegar fólk með lágar tekjur kaupir í matinn? „Þau velja, freistast frekar eða neyðast, til að kaupa sér óhollari saðningu þar sem að minna er um hollustuefni en meira af sykri og óhollri fita og svo framvegis,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Málið var til umfjöllunar á Alþingi í dag. „Annað er það að hér hafi orðið einhver mistök sem hljóta að kalla á að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um hækkun á virðisaukaskatti á matvælum verði endurskoðaðar. Eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í spariinnkaupum að þau skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnaði upp á 248 krónur fyrir einstakling hver máltíð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, var Sigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra til svara. „Varðandi þeir fréttir sem hafa verið um neysluviðmið tel ég það einboðið að þingnefnd sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að menn séu að miða þar við röng viðmið, eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi, þá býst ég við að í meðferð þingsins taki menn það til gagngerrar skoðunar og leysi úr því.“
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 "Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01 Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00
Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52
"Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01
Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent