Ellefu þúsund krónur í dagpeninga vegna fæðis 14. október 2014 20:10 Ríkisstarfsmaður á ferðalagi innanlands fær tæplega ellefu þúsund krónur í dagpeninga fyrir fæði. Á sama tíma reiknar Fjármálaráðuneytið með að fjögurra manna fjölskylda eyði tæpum þrjú þúsund krónum í mat á dag. Landbúnaðarráðherra segir að til greina komi að endurskoða þau neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. Eins og fram kom í fréttum í gær reiknar ráðuneytið með að hver máltíð einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu kosti 248 krónur. Fyrir 248 krónu má til dæmis kaupa eitt kíló af kartöflum. Reikna má með að ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands geti valið úr fjölbreyttari fæðu. Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að starfsmaður sem dvelur á sex til tíu tíma ferðalagi innanlands fær 5.400 krónur í dagpeninga fyrir mat og 10.800 krónur ef hann dvelur lengur. Á sama tíma er neysluviðmið ráðuneytisins fyrir fjögurra manna fjölskyldi 2.980 krónur á dag, eða 248 krónur hver máltíð á einstakling. Ríkisstarfsmaður gæti því keypt sér 43 máltíðir samkvæmt þessu. En hvað gerist þegar fólk með lágar tekjur kaupir í matinn? „Þau velja, freistast frekar eða neyðast, til að kaupa sér óhollari saðningu þar sem að minna er um hollustuefni en meira af sykri og óhollri fita og svo framvegis,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Málið var til umfjöllunar á Alþingi í dag. „Annað er það að hér hafi orðið einhver mistök sem hljóta að kalla á að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um hækkun á virðisaukaskatti á matvælum verði endurskoðaðar. Eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í spariinnkaupum að þau skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnaði upp á 248 krónur fyrir einstakling hver máltíð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, var Sigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra til svara. „Varðandi þeir fréttir sem hafa verið um neysluviðmið tel ég það einboðið að þingnefnd sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að menn séu að miða þar við röng viðmið, eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi, þá býst ég við að í meðferð þingsins taki menn það til gagngerrar skoðunar og leysi úr því.“ Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 "Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01 Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ríkisstarfsmaður á ferðalagi innanlands fær tæplega ellefu þúsund krónur í dagpeninga fyrir fæði. Á sama tíma reiknar Fjármálaráðuneytið með að fjögurra manna fjölskylda eyði tæpum þrjú þúsund krónum í mat á dag. Landbúnaðarráðherra segir að til greina komi að endurskoða þau neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. Eins og fram kom í fréttum í gær reiknar ráðuneytið með að hver máltíð einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu kosti 248 krónur. Fyrir 248 krónu má til dæmis kaupa eitt kíló af kartöflum. Reikna má með að ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands geti valið úr fjölbreyttari fæðu. Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að starfsmaður sem dvelur á sex til tíu tíma ferðalagi innanlands fær 5.400 krónur í dagpeninga fyrir mat og 10.800 krónur ef hann dvelur lengur. Á sama tíma er neysluviðmið ráðuneytisins fyrir fjögurra manna fjölskyldi 2.980 krónur á dag, eða 248 krónur hver máltíð á einstakling. Ríkisstarfsmaður gæti því keypt sér 43 máltíðir samkvæmt þessu. En hvað gerist þegar fólk með lágar tekjur kaupir í matinn? „Þau velja, freistast frekar eða neyðast, til að kaupa sér óhollari saðningu þar sem að minna er um hollustuefni en meira af sykri og óhollri fita og svo framvegis,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Málið var til umfjöllunar á Alþingi í dag. „Annað er það að hér hafi orðið einhver mistök sem hljóta að kalla á að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um hækkun á virðisaukaskatti á matvælum verði endurskoðaðar. Eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í spariinnkaupum að þau skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnaði upp á 248 krónur fyrir einstakling hver máltíð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, var Sigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra til svara. „Varðandi þeir fréttir sem hafa verið um neysluviðmið tel ég það einboðið að þingnefnd sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að menn séu að miða þar við röng viðmið, eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi, þá býst ég við að í meðferð þingsins taki menn það til gagngerrar skoðunar og leysi úr því.“
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 "Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01 Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00
Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52
"Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01
Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13