Eiginmaður Ástu dæmdur fyrir vörslu barnakláms 29. október 2014 12:54 Ásta, sem var ný orðin tvítug þegar hún kynntist manninum hér á landi, segist hafa frétt af dómnum í gegnum vinkonu sína. Vísir/Stefán Eiginmaður Ástu Gunnlaugsdóttur, sem Hæstréttur úrskurðaði í gær að ætti að snúa til Bandaríkjanna aftur með börn sín tvö, játaði fyrir héraðsdómi í desember 2005 að hafa átt í vörslum sínum 349 barnaklámsmyndir og 17 hreyfimyndir af börnum sem var verið að misnota. Myndirnar fundust í tölvu hans þegar hann fór með hana í viðgerð hjá Tölvulistanum. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brot sín. Í samtali við DV skömmu eftir dóminn sagðist hann þó einingis hafa játað sök þar sem lögmaður hans hafi ráðlagt honum að gera það. Sjálfur sagðist hann gruna að vinir strippara sem hafði leigt íbúðina hans um tíma hafi komist í tölvuna hans og beri ábyrgð á myndunum. Ásta, sem var ný orðin tvítug þegar hún kynntist manninum hér á landi, segist hafa frétt af dómnum í gegnum vinkonu sína. „Vinkona mín sagði mér að hún hafi lesið frétt um hann í DV þegar dómurinn var kveðinn upp. Á þessum tíma þótti DV ekki hafa mikinn trúverðuleika sem fjölmiðill og þegar ég spurði hann út í fréttina í DV sagði hann að þetta væri allt saman misskilningur. Hann hefði útskýrt þetta fyrir dómaranum og dómarinn hefði vísað þessu frá. Þetta sagði hann við alla sína vini og mig. Hann fór ekki í fangelsi þannig að ég trúði því sem hann sagði.“Eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag snéri Hæstiréttur dómi Héraðsdóms Reykjaness við. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað að það myndi stefna andlegri heilsu barnanna í hættu að vera tekin úr umsjá móður þeirra. Þarf Ásta að snúa aftur í fyrrverandi heimabæ sinn í Poulsbo, Washington, innan tveggja mánaða. Hæstiréttur taldi að þar sem eiginmaður Ástu sagðist getað útvegað henni vinnuvísa í gegnum fyrirtæki þeirra sem framleiðir ís gæti hún unnið þar á meðan mál þeirra færi fyrir dóm og snúið aftur til Bandaríkjanna. Ásta lýsir í viðtalinu aðstæðum sem hún og börn hennar bjuggu við ytra og segir þær hafa verið óboðlegar. Hún hafi upplifað sig sem nokkurskonar þræl. Tengdar fréttir Berst áfram fyrir börnin "Ég er að reyna að komast frá þessum manni og ég ætla ekkert bara að gefast upp,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir, sem var í gær gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. 29. október 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Eiginmaður Ástu Gunnlaugsdóttur, sem Hæstréttur úrskurðaði í gær að ætti að snúa til Bandaríkjanna aftur með börn sín tvö, játaði fyrir héraðsdómi í desember 2005 að hafa átt í vörslum sínum 349 barnaklámsmyndir og 17 hreyfimyndir af börnum sem var verið að misnota. Myndirnar fundust í tölvu hans þegar hann fór með hana í viðgerð hjá Tölvulistanum. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brot sín. Í samtali við DV skömmu eftir dóminn sagðist hann þó einingis hafa játað sök þar sem lögmaður hans hafi ráðlagt honum að gera það. Sjálfur sagðist hann gruna að vinir strippara sem hafði leigt íbúðina hans um tíma hafi komist í tölvuna hans og beri ábyrgð á myndunum. Ásta, sem var ný orðin tvítug þegar hún kynntist manninum hér á landi, segist hafa frétt af dómnum í gegnum vinkonu sína. „Vinkona mín sagði mér að hún hafi lesið frétt um hann í DV þegar dómurinn var kveðinn upp. Á þessum tíma þótti DV ekki hafa mikinn trúverðuleika sem fjölmiðill og þegar ég spurði hann út í fréttina í DV sagði hann að þetta væri allt saman misskilningur. Hann hefði útskýrt þetta fyrir dómaranum og dómarinn hefði vísað þessu frá. Þetta sagði hann við alla sína vini og mig. Hann fór ekki í fangelsi þannig að ég trúði því sem hann sagði.“Eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag snéri Hæstiréttur dómi Héraðsdóms Reykjaness við. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað að það myndi stefna andlegri heilsu barnanna í hættu að vera tekin úr umsjá móður þeirra. Þarf Ásta að snúa aftur í fyrrverandi heimabæ sinn í Poulsbo, Washington, innan tveggja mánaða. Hæstiréttur taldi að þar sem eiginmaður Ástu sagðist getað útvegað henni vinnuvísa í gegnum fyrirtæki þeirra sem framleiðir ís gæti hún unnið þar á meðan mál þeirra færi fyrir dóm og snúið aftur til Bandaríkjanna. Ásta lýsir í viðtalinu aðstæðum sem hún og börn hennar bjuggu við ytra og segir þær hafa verið óboðlegar. Hún hafi upplifað sig sem nokkurskonar þræl.
Tengdar fréttir Berst áfram fyrir börnin "Ég er að reyna að komast frá þessum manni og ég ætla ekkert bara að gefast upp,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir, sem var í gær gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. 29. október 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Berst áfram fyrir börnin "Ég er að reyna að komast frá þessum manni og ég ætla ekkert bara að gefast upp,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir, sem var í gær gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. 29. október 2014 07:00