Á bráðamóttöku með astmaveikt barn og sagt í tvígang að hringja í 112 Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. október 2014 22:12 vísir/pjetur „Í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst.“ Svona lýsir fertug móðir reynslu sinni af því að sækja heim bráðamóttökuna í sveitarfélagi sínu í dag. Konan fór með barn sitt, sem er astmaveikt og var með brjóstverki, á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í dag en líkt og flestir vita hófst verkfall lækna á miðnætti í gær og læknisþjónusta því takmörkuð. Hún óskaði eftir þjónustu á bráðamóttöku en var bent á það í afgreiðslunni að ekki væri hægt að sinna barninu. Eina lausnin væri að hringja í Neyðarlínuna, 112. Móðirin spurði vandræðaleg hvort hún mætti hringja sem hún og fékk. Þar fékk hún þau svör að Neyðarlínan svaraði ekki útköllum frá bráðavöktum yfir daginn. Rétti móðirin afgreiðslukonunni símann sem ræddi við fulltrúa Neyðarlínunnar. Varð úr að afgreiðslukonan fór og ræddi málið við aðra starfsmenn bráðamóttökunnar. Eftir um fimm mínútur var kallað aftur á konuna og henni tjáð að hún þurfi að hringja í Neyðarlínuna úr eigin síma, ekki úr síma bráðamóttökunnar. Sagan endurtók sig og varð úr að móðirin spurði afgreiðslukonuna hvort enginn ætlaði að gera neitt fyrir barnið fyrr en það lenti í andnauð? „Grey konan varð eitthvað hvumsi og sagði: Ja, ég verð nú að ræða þetta hérna við yfirmann, bíddu aðeins.“ Að nokkrum mínútum liðnum var konunni og barni hennar vísað inn á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti þeim. Mældi hún súrefnismettun barnsins og hlustaði á lungun. Sem betur fer reyndust verkir barnsins ótengdir öndunarfærunum. Konan segist hafa fullan skilning á því að hjúkrunarfræðingur eigi ekki að sinna störfum lækna. Henni finnist þó að einhver á bráðamóttöku þurfi að vera til taks ef astmaveikt barn með brjóstverki mætir þangað. „Er svo hneyksluð á þessu skipulags- og samskiptaleysi að ég næ hreinlega ekki upp í nefið á mér,“ segir móðirin sem deildi sögu sinni með vinum og vandamönnum á Facebook í kvöld. Móðirin, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist í samtali við Vísi ekki vilja koma fram undir nafni þar sem hún vilji ekki að gagnrýnin beinist gegn bráðamóttöku HSS. Það sé ekki tilefni pistilsins. Henni finnst hins vegar mikilvægt að yfirmenn heilbrigðisstofnana viti hvernig hlutum sé háttað. Hún hafi upplifað algjört samskipta- og úrræðaleysi í heimsókn sinni í dag og nauðsynlegt hljóti að vera að bæta úr því. Uppfært klukkan 23:55 Í fyrstu útgáfu af fréttinni var ekki greint frá því hvaða bráðamóttöku móðirin sótti heim í dag. Bráðamóttakan sem móðirin leitaði til var Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á vef HSS föstudaginn 24. október var greint frá því að ef til verkfalls kæmi yrði afar takmörkuð þjónusta lækna á bráðamóttökunni. Aðeins einn læknir yrði á vakt á dagvinnutíma þar sem eingöngu yrði sinnt slysum og bráðatilvikum. „Allir þeir sem ætla að leita á bráðmóttöku HSS og hitta lækni á hvaða tíma sem er sólarhringsins verða að hafa samband áður við 112 til að meta hvort tilefni sé til frekari skoðunar,“ sagði í tilkynningunni á vef HSS.Hér fyrir neðan má sjá færslu móðurinnar í heild sinni. Mætti á bráðavaktina í morgun og upplifði furðulegan farsa:Ég: Góðan dag, er með astmaveikt barn hérna með brjóstverki sem þarf að skoða.Kona í móttöku: Nei, við getum ekki sinnt því, þú verður að hringja í 112.Ég: Ha?Konan í móttöku: Já, það er læknaverkfall, hringdu í 112. Þarna er ég farin að sjá fyrir mér sjúkrabíl koma brunandi frá, tja bráðavaktinni... og keyra barnið í ofboði uppá, ja... bráðavakt? Treysti mér ekki til að orða þessar fáránlegu hugsanir við mótökudömuna svo ég sagði bara: Ok, má ég hringja hjá þér?Kona í móttöku um leið og hún réttir mér símann: Gjörðu svo vel.Maður hjá 112: 112Ég: Góðan dag, ég er stödd hér á bráðavaktinni með astmaveikt barn með brjóstverki og var beðin að hringja í 112.Maður hjá 112: Já, nei, við tökum ekki við útköllum frá bráðavöktum á daginn.Ég: Ok, ertu til í að endurtaka þetta við dömuna hérna í móttökunni?Maður hjá 112: Alveg sjáflsagt. Svo rétti ég henni símann og þau ræða eitthvað saman og svo kveður hún, segir mér að hinkra aðeins, fer svo á bakvið og ber málið undir her af konum sem var þarna á bakvið á einhverju iði og ég sest og bíð. Eftir 5 mín. er kallað á mig aftur.Kona í móttöku: Já, þú verður að hringja í 112 úr þínum eigin síma.Ég: Ha?Konan í móttöku: Já, annars taka þeir ekki við útkallinu. Þarna er ég farin að sjá fyrir mér að ég verði örugglega bara að fara heim aftur og hringja þaðan í 112 og láta þá senda sjúkrabíl af bráðavaktinni (!!) og keyra okkur niður á bráðavakt (!!!) aftur til að fá afgreiðslu á bráðavaktinni (!!!!) en fannst það svo fáránlegt að ég ákavð að hlýða bara.Maður hjá 112: 112Ég: Já góðan dag, ég er stödd hérna á bráðavaktinni með astmaveikt barn með brjóstverki og var beðin að hringja í 112 úr mínum eigin síma.Maður hjá 112: Ég var að segja þér að við tökum ekki við símtölum frá bráðavaktinni á daginn, varst það ekki þú sem hringdir áðan?Ég: Jú, en nú er ég að hringja úr mínum eigin síma, það átti víst að gera gæfumuninn.Maður hjá 112: Leyfðu mér að tala aftur við þessa konu.Ég: Gjörðu svo vel. Svo rétti ég konunni símann sem varð alveg hissa og fór eitthvað að muldra um að hún væri nú bara að gera það sem sér væri sagt, tók svo við símanum og talaði við kallinn, kvaddi og lagði á og sagði svo eitthvað á þá leið að það væri bara enginn til að sinna þessu tilfelli og ekkert sem hún gæti gert í því, hún væri bara starfsmaður í móttöku. Þá missti ég aðeins kúlið og hvessti (eða hækkaði, sennilega bæði) röddina: Ertu að segja mér að enginn ætli að gera neitt fyrr en barnið lendir í andnauð?!? Grey konan varð eitthvað hvumsi og sagði: Ja, ég verð nú að ræða þetta hérna við yfirmann, bíddu aðeins. Ég fór og settist niður og eftir nokkrar mínútur var okkur vísað inn á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti okkur. Hún þurfti auðvitað ekkert að gera annað en að mæla súrefnismettunina og hlusta lungun til að komast að því að verkirnir voru alls ótengdir öndunarfærum, sem var auðvitað það sem maður hafði mestar áhyggjur af. Eftir smá umræður og vangaveltur um einkennin var svo komist að þeirri niðurstöðu að líklegast væru þetta stoðverkir og að íbúfen og parkódín væri lausnin. Þar með var málið dautt og barnið gat farið í skólann. Skil alveg að hjúkrunarfræðingar eigi ekki að vinna störf lækna en þegar astmaveikt barn með brjóstverki mætir á bráðamóttöku þarf einhver að vera tilbúinn til að bregðast við því. Er svo hneyksluð á þessu skipulags- og samskiptaleysi að ég næ hreinlega ekki upp í nefið á mér en ég er í alltof góðu skapi til að láta þetta eitthvað slá mig útaf laginu og finnst þetta eiginlega meira fyndið bara en nokkuð annað. Eigið þið góðan dag alle sammen og í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
„Í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst.“ Svona lýsir fertug móðir reynslu sinni af því að sækja heim bráðamóttökuna í sveitarfélagi sínu í dag. Konan fór með barn sitt, sem er astmaveikt og var með brjóstverki, á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í dag en líkt og flestir vita hófst verkfall lækna á miðnætti í gær og læknisþjónusta því takmörkuð. Hún óskaði eftir þjónustu á bráðamóttöku en var bent á það í afgreiðslunni að ekki væri hægt að sinna barninu. Eina lausnin væri að hringja í Neyðarlínuna, 112. Móðirin spurði vandræðaleg hvort hún mætti hringja sem hún og fékk. Þar fékk hún þau svör að Neyðarlínan svaraði ekki útköllum frá bráðavöktum yfir daginn. Rétti móðirin afgreiðslukonunni símann sem ræddi við fulltrúa Neyðarlínunnar. Varð úr að afgreiðslukonan fór og ræddi málið við aðra starfsmenn bráðamóttökunnar. Eftir um fimm mínútur var kallað aftur á konuna og henni tjáð að hún þurfi að hringja í Neyðarlínuna úr eigin síma, ekki úr síma bráðamóttökunnar. Sagan endurtók sig og varð úr að móðirin spurði afgreiðslukonuna hvort enginn ætlaði að gera neitt fyrir barnið fyrr en það lenti í andnauð? „Grey konan varð eitthvað hvumsi og sagði: Ja, ég verð nú að ræða þetta hérna við yfirmann, bíddu aðeins.“ Að nokkrum mínútum liðnum var konunni og barni hennar vísað inn á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti þeim. Mældi hún súrefnismettun barnsins og hlustaði á lungun. Sem betur fer reyndust verkir barnsins ótengdir öndunarfærunum. Konan segist hafa fullan skilning á því að hjúkrunarfræðingur eigi ekki að sinna störfum lækna. Henni finnist þó að einhver á bráðamóttöku þurfi að vera til taks ef astmaveikt barn með brjóstverki mætir þangað. „Er svo hneyksluð á þessu skipulags- og samskiptaleysi að ég næ hreinlega ekki upp í nefið á mér,“ segir móðirin sem deildi sögu sinni með vinum og vandamönnum á Facebook í kvöld. Móðirin, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist í samtali við Vísi ekki vilja koma fram undir nafni þar sem hún vilji ekki að gagnrýnin beinist gegn bráðamóttöku HSS. Það sé ekki tilefni pistilsins. Henni finnst hins vegar mikilvægt að yfirmenn heilbrigðisstofnana viti hvernig hlutum sé háttað. Hún hafi upplifað algjört samskipta- og úrræðaleysi í heimsókn sinni í dag og nauðsynlegt hljóti að vera að bæta úr því. Uppfært klukkan 23:55 Í fyrstu útgáfu af fréttinni var ekki greint frá því hvaða bráðamóttöku móðirin sótti heim í dag. Bráðamóttakan sem móðirin leitaði til var Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á vef HSS föstudaginn 24. október var greint frá því að ef til verkfalls kæmi yrði afar takmörkuð þjónusta lækna á bráðamóttökunni. Aðeins einn læknir yrði á vakt á dagvinnutíma þar sem eingöngu yrði sinnt slysum og bráðatilvikum. „Allir þeir sem ætla að leita á bráðmóttöku HSS og hitta lækni á hvaða tíma sem er sólarhringsins verða að hafa samband áður við 112 til að meta hvort tilefni sé til frekari skoðunar,“ sagði í tilkynningunni á vef HSS.Hér fyrir neðan má sjá færslu móðurinnar í heild sinni. Mætti á bráðavaktina í morgun og upplifði furðulegan farsa:Ég: Góðan dag, er með astmaveikt barn hérna með brjóstverki sem þarf að skoða.Kona í móttöku: Nei, við getum ekki sinnt því, þú verður að hringja í 112.Ég: Ha?Konan í móttöku: Já, það er læknaverkfall, hringdu í 112. Þarna er ég farin að sjá fyrir mér sjúkrabíl koma brunandi frá, tja bráðavaktinni... og keyra barnið í ofboði uppá, ja... bráðavakt? Treysti mér ekki til að orða þessar fáránlegu hugsanir við mótökudömuna svo ég sagði bara: Ok, má ég hringja hjá þér?Kona í móttöku um leið og hún réttir mér símann: Gjörðu svo vel.Maður hjá 112: 112Ég: Góðan dag, ég er stödd hér á bráðavaktinni með astmaveikt barn með brjóstverki og var beðin að hringja í 112.Maður hjá 112: Já, nei, við tökum ekki við útköllum frá bráðavöktum á daginn.Ég: Ok, ertu til í að endurtaka þetta við dömuna hérna í móttökunni?Maður hjá 112: Alveg sjáflsagt. Svo rétti ég henni símann og þau ræða eitthvað saman og svo kveður hún, segir mér að hinkra aðeins, fer svo á bakvið og ber málið undir her af konum sem var þarna á bakvið á einhverju iði og ég sest og bíð. Eftir 5 mín. er kallað á mig aftur.Kona í móttöku: Já, þú verður að hringja í 112 úr þínum eigin síma.Ég: Ha?Konan í móttöku: Já, annars taka þeir ekki við útkallinu. Þarna er ég farin að sjá fyrir mér að ég verði örugglega bara að fara heim aftur og hringja þaðan í 112 og láta þá senda sjúkrabíl af bráðavaktinni (!!) og keyra okkur niður á bráðavakt (!!!) aftur til að fá afgreiðslu á bráðavaktinni (!!!!) en fannst það svo fáránlegt að ég ákavð að hlýða bara.Maður hjá 112: 112Ég: Já góðan dag, ég er stödd hérna á bráðavaktinni með astmaveikt barn með brjóstverki og var beðin að hringja í 112 úr mínum eigin síma.Maður hjá 112: Ég var að segja þér að við tökum ekki við símtölum frá bráðavaktinni á daginn, varst það ekki þú sem hringdir áðan?Ég: Jú, en nú er ég að hringja úr mínum eigin síma, það átti víst að gera gæfumuninn.Maður hjá 112: Leyfðu mér að tala aftur við þessa konu.Ég: Gjörðu svo vel. Svo rétti ég konunni símann sem varð alveg hissa og fór eitthvað að muldra um að hún væri nú bara að gera það sem sér væri sagt, tók svo við símanum og talaði við kallinn, kvaddi og lagði á og sagði svo eitthvað á þá leið að það væri bara enginn til að sinna þessu tilfelli og ekkert sem hún gæti gert í því, hún væri bara starfsmaður í móttöku. Þá missti ég aðeins kúlið og hvessti (eða hækkaði, sennilega bæði) röddina: Ertu að segja mér að enginn ætli að gera neitt fyrr en barnið lendir í andnauð?!? Grey konan varð eitthvað hvumsi og sagði: Ja, ég verð nú að ræða þetta hérna við yfirmann, bíddu aðeins. Ég fór og settist niður og eftir nokkrar mínútur var okkur vísað inn á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti okkur. Hún þurfti auðvitað ekkert að gera annað en að mæla súrefnismettunina og hlusta lungun til að komast að því að verkirnir voru alls ótengdir öndunarfærum, sem var auðvitað það sem maður hafði mestar áhyggjur af. Eftir smá umræður og vangaveltur um einkennin var svo komist að þeirri niðurstöðu að líklegast væru þetta stoðverkir og að íbúfen og parkódín væri lausnin. Þar með var málið dautt og barnið gat farið í skólann. Skil alveg að hjúkrunarfræðingar eigi ekki að vinna störf lækna en þegar astmaveikt barn með brjóstverki mætir á bráðamóttöku þarf einhver að vera tilbúinn til að bregðast við því. Er svo hneyksluð á þessu skipulags- og samskiptaleysi að ég næ hreinlega ekki upp í nefið á mér en ég er í alltof góðu skapi til að láta þetta eitthvað slá mig útaf laginu og finnst þetta eiginlega meira fyndið bara en nokkuð annað. Eigið þið góðan dag alle sammen og í guðsbænum ekki fara uppá bráðamóttöku nema þú sért hreinlega í andarslitrunum og ekki gleyma að hringja í 112 úr eigin síma fyrst.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira