Björgunarsveitarmenn frá Súlum á Akureyri og Týr á Svalbarðseyri eru nú á Víkurskarði þar sem ökumenn lentu í vandræðum vegna ófærðar. Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað.
Ekki er mikill snjór á svæðinu, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu, en nokkuð blint er og hált. Eitthvað var um að bílar lentu utan vegar.
Björgunarsveitir vinna nú að því að ganga úr skugga um að enginn sé í þeim bílum sem sitja fastir í skarðinu.
Á heimasíðu Vegagerðarinnar er hægt að skoða vefmyndavélar frá Víkurskarði.
Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði
Samúel Karl Ólason skrifar
