Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni 20. október 2014 10:15 Ljósmyndarar þyrptust að Manning eftir leik í nótt. vísir/getty Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. Hann sló þá met fyrrum leikstjórnanda Green Bay Packers, Brett Favre, yfir flestar snertimarkssendingar í sögu deildarinnar. Manning þurfti að ná þremur slíkum til að slá metið og hann afgreiddi málið með stæl í fyrri hálfleik. Hann jafnaði metið með glæsilegri sendingu á Wes Welker og bætti það síðan með sendingu á Demaryius Thomas. Þá skutu menn upp flugeldum og fögnuðu. Svo mikið að leikmenn andstæðinganna stóðust ekki mátið og fögnuðu með. Slík var gleðin. Manning endaði á því að kasta fjórum snertimarkssendingum í leiknum. Metið var 508 og hann er nú kominn með 510. Denver er búið að vinna fimm leiki og tapa einum en það er ekki besti árangurinn í deildinni. Dallas Cowboys hefur nefnilega unnið sex leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrsta leik. Árangur liðsins komið flestum í opna skjöldu. Hlauparinn DeMarco Murray heldur áfram að slá í gegn en hann hefur hlaupið yfir 100 jarda í öllum sjö leikjunum sem er NFL-met.Varnarmaður 49ers klappar Manning á hjálminn rétt eftir að hann sló metið.vísir/gettyÞað eru annars fullt af áhugaverðum hlutum að gerast í deildinni. Meistarar Seattle töpuðu gegn St. Louis í gær og eru 3-3 í vetur. Hin frábæra vörn liðsins er ekki svipur hjá sjón og liðið er ekki í með sæti í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Arizona er með 5-1 árangur eins og Denver og Philadelphia. New England, Baltimore, Indianapolis, San Diego, Detroit og Green Bay eru öll 5-2.Úrslit: Baltimore-Atlanta 29-7 Buffalo-Minnesota 17-16 Chicago-Miami 14-27 Detroit-New Orleans 24-23 Green Bay-Carolina 38-17 Indianapolis-Cincinnati 27-0 Jacksonville-Cleveland 24-6 St. Louis-Seattle 28-26 Washington-Tennesee 19-17 San Diego-Kansas 20-23 Dallas-NY Giants 31-21 Oakland-Arizona 13-24 Denver-San Francisco 42-17Í nótt: Pittsburgh-HoustonStaðan í deildinni.Svona var gleðin er Peyton sló metið í nótt.vísir/getty NFL Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. Hann sló þá met fyrrum leikstjórnanda Green Bay Packers, Brett Favre, yfir flestar snertimarkssendingar í sögu deildarinnar. Manning þurfti að ná þremur slíkum til að slá metið og hann afgreiddi málið með stæl í fyrri hálfleik. Hann jafnaði metið með glæsilegri sendingu á Wes Welker og bætti það síðan með sendingu á Demaryius Thomas. Þá skutu menn upp flugeldum og fögnuðu. Svo mikið að leikmenn andstæðinganna stóðust ekki mátið og fögnuðu með. Slík var gleðin. Manning endaði á því að kasta fjórum snertimarkssendingum í leiknum. Metið var 508 og hann er nú kominn með 510. Denver er búið að vinna fimm leiki og tapa einum en það er ekki besti árangurinn í deildinni. Dallas Cowboys hefur nefnilega unnið sex leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrsta leik. Árangur liðsins komið flestum í opna skjöldu. Hlauparinn DeMarco Murray heldur áfram að slá í gegn en hann hefur hlaupið yfir 100 jarda í öllum sjö leikjunum sem er NFL-met.Varnarmaður 49ers klappar Manning á hjálminn rétt eftir að hann sló metið.vísir/gettyÞað eru annars fullt af áhugaverðum hlutum að gerast í deildinni. Meistarar Seattle töpuðu gegn St. Louis í gær og eru 3-3 í vetur. Hin frábæra vörn liðsins er ekki svipur hjá sjón og liðið er ekki í með sæti í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Arizona er með 5-1 árangur eins og Denver og Philadelphia. New England, Baltimore, Indianapolis, San Diego, Detroit og Green Bay eru öll 5-2.Úrslit: Baltimore-Atlanta 29-7 Buffalo-Minnesota 17-16 Chicago-Miami 14-27 Detroit-New Orleans 24-23 Green Bay-Carolina 38-17 Indianapolis-Cincinnati 27-0 Jacksonville-Cleveland 24-6 St. Louis-Seattle 28-26 Washington-Tennesee 19-17 San Diego-Kansas 20-23 Dallas-NY Giants 31-21 Oakland-Arizona 13-24 Denver-San Francisco 42-17Í nótt: Pittsburgh-HoustonStaðan í deildinni.Svona var gleðin er Peyton sló metið í nótt.vísir/getty
NFL Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira