Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Hjörtur Hjartarson skrifar 30. október 2014 19:30 Guðmundur Franklín Jónsson „Valdstjórnin stundaði njósnir um almenna borgara og á ekki að komast upp með það“, segir Guðmundur Franklín Jónsson sem hefur kært lögregluna fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs hans með skráningu og birtingu á persónuupplýsingum í mótmælaskýrslu Geirs Jóns Þórissonar. Skýrslan sem Geir Jón skrifaði og send var fjölmiðlum í síðustu viku er að finna nöfn og persónuupplýsingar um fjölda fólks sem lögreglan virðist hafa fylgst sérstaklega með þegar mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins stóðu sem hæst, þar á meðal Guðmundar. Hann er nafngreindur á síðu 192 og þar segir:Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.Guðmundur segir að ekki skipti máli hvað sé um hann skrifað, heldur sú staðreynd að verið var að fylgjast með honum. „Þarna brjóta þeir grundvallarmannréttindi að vera fylgjast með fólki og svo að auki setja þetta á netið og senda fjölmiðlum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessir menn klúðra hlutunum,“ segir Guðmundur Franklín.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaðurLögmaður Guðmundar tekur undir þessi orð og gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglunnar. „Lögreglan hefur núna um árabil reynt að fá lagaheimild fyrir forvirkum rannsóknaraðgerðum, það hefur ekki tekist. Alþingi hefur sem betur fer staðið í lappirnar en hafa þeir sjálfir sýnt og sannað með þessari skýrslu að þeir eru að brúka slíkar aðgerðir. Og það er auðvitað með öllu löglaust, ólögmætt og bótaskylt að mínu mati,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Kæran var send ríkissaksóknara í dag og er hún á hendur Geir Jóni og öðrum ótilgreindum embættismönnum sem komu að gerð og birtingu skýrslunnar. „Það er morgunljóst að það er verið að stunda njósnir á einstaklingum í þjóðfélaginu og valdstjórnin á þessum tíma hafði auðsjáanlega miklar áhyggjur af mér og öðrum og þessir menn skulu bara fá að svara fyrir það,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur segir að fleiri einstaklingar hafi sett sig í samband við hann með það í huga að leggja fram kæru á hendur lögreglunni. „Já, það hafa nokkrir einstaklingar sem eru nafngreindir í þessari skýrslu haft samband. Hvert og eitt atvik verða skoðuð og eftir atvikum lögð fram kæra,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
„Valdstjórnin stundaði njósnir um almenna borgara og á ekki að komast upp með það“, segir Guðmundur Franklín Jónsson sem hefur kært lögregluna fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs hans með skráningu og birtingu á persónuupplýsingum í mótmælaskýrslu Geirs Jóns Þórissonar. Skýrslan sem Geir Jón skrifaði og send var fjölmiðlum í síðustu viku er að finna nöfn og persónuupplýsingar um fjölda fólks sem lögreglan virðist hafa fylgst sérstaklega með þegar mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins stóðu sem hæst, þar á meðal Guðmundar. Hann er nafngreindur á síðu 192 og þar segir:Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.Guðmundur segir að ekki skipti máli hvað sé um hann skrifað, heldur sú staðreynd að verið var að fylgjast með honum. „Þarna brjóta þeir grundvallarmannréttindi að vera fylgjast með fólki og svo að auki setja þetta á netið og senda fjölmiðlum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessir menn klúðra hlutunum,“ segir Guðmundur Franklín.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaðurLögmaður Guðmundar tekur undir þessi orð og gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglunnar. „Lögreglan hefur núna um árabil reynt að fá lagaheimild fyrir forvirkum rannsóknaraðgerðum, það hefur ekki tekist. Alþingi hefur sem betur fer staðið í lappirnar en hafa þeir sjálfir sýnt og sannað með þessari skýrslu að þeir eru að brúka slíkar aðgerðir. Og það er auðvitað með öllu löglaust, ólögmætt og bótaskylt að mínu mati,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Kæran var send ríkissaksóknara í dag og er hún á hendur Geir Jóni og öðrum ótilgreindum embættismönnum sem komu að gerð og birtingu skýrslunnar. „Það er morgunljóst að það er verið að stunda njósnir á einstaklingum í þjóðfélaginu og valdstjórnin á þessum tíma hafði auðsjáanlega miklar áhyggjur af mér og öðrum og þessir menn skulu bara fá að svara fyrir það,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur segir að fleiri einstaklingar hafi sett sig í samband við hann með það í huga að leggja fram kæru á hendur lögreglunni. „Já, það hafa nokkrir einstaklingar sem eru nafngreindir í þessari skýrslu haft samband. Hvert og eitt atvik verða skoðuð og eftir atvikum lögð fram kæra,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira