Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána 10. nóvember 2014 07:00 Þeir sem njóta skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar munu vera um 90.000 einstaklingar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þegar umsóknarfrestur rann út 1. september höfðu borist 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingu, og að baki þeim stóðu 105 þúsund einstaklingar. Því hafa umsóknir sem 15.000 manns standa að baki ekki uppfyllt skilyrði. Skuldaleiðréttingin verður kynnt í Hörpu klukkan 13.30 í dag. Meðalleiðrétting á höfuðstóli verðtryggðs húsnæðisláns er rétt um 1,5 milljónir króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, um 25.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun að leiðréttingin væri að meðaltali ein til tvær milljónir króna. Ásmundur sagði jafnframt að stærstur hluti leiðréttingarinnar rynni til fjölskyldna sem hafa tekjur undir sex milljónum króna á ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ráðstöfunartekjur þess hóps sem ber mest úr býtum hækka um 300.000 krónur á ári eða um 25.000 krónur á mánuði. Hvað þetta á við um fjölmennan hóp fengust hins vegar ekki upplýsingar í gær, frekar en upplýsingar um greiðslur til einstakra hópa. Skuldaleiðréttingin er á dagskrá ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30. Í dagskrá fundarins mun standa að tekin verði fyrir „breytt fjármögnun skuldaleiðréttingarinnar“, en þetta orðalag fékkst ekki skýrt áður en blaðið fór í prentun. Niðurstaðan sem kynnt verður í dag er fyrsta skrefið í aðgerð sem nær til fjögurra ára og mun kosta 80 milljarða króna þegar upp er staðið. Leiðrétting á hverju láni getur aldrei orðið hærri en fjórar milljónir króna. Á morgun getur hver og einn lántaki séð hversu mikið fasteignalán hans lækkar. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Þeir sem njóta skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar munu vera um 90.000 einstaklingar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þegar umsóknarfrestur rann út 1. september höfðu borist 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingu, og að baki þeim stóðu 105 þúsund einstaklingar. Því hafa umsóknir sem 15.000 manns standa að baki ekki uppfyllt skilyrði. Skuldaleiðréttingin verður kynnt í Hörpu klukkan 13.30 í dag. Meðalleiðrétting á höfuðstóli verðtryggðs húsnæðisláns er rétt um 1,5 milljónir króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, um 25.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun að leiðréttingin væri að meðaltali ein til tvær milljónir króna. Ásmundur sagði jafnframt að stærstur hluti leiðréttingarinnar rynni til fjölskyldna sem hafa tekjur undir sex milljónum króna á ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ráðstöfunartekjur þess hóps sem ber mest úr býtum hækka um 300.000 krónur á ári eða um 25.000 krónur á mánuði. Hvað þetta á við um fjölmennan hóp fengust hins vegar ekki upplýsingar í gær, frekar en upplýsingar um greiðslur til einstakra hópa. Skuldaleiðréttingin er á dagskrá ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30. Í dagskrá fundarins mun standa að tekin verði fyrir „breytt fjármögnun skuldaleiðréttingarinnar“, en þetta orðalag fékkst ekki skýrt áður en blaðið fór í prentun. Niðurstaðan sem kynnt verður í dag er fyrsta skrefið í aðgerð sem nær til fjögurra ára og mun kosta 80 milljarða króna þegar upp er staðið. Leiðrétting á hverju láni getur aldrei orðið hærri en fjórar milljónir króna. Á morgun getur hver og einn lántaki séð hversu mikið fasteignalán hans lækkar.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira