Fótbolti

Landsliðsmiðverðirnir spiluðu ekkert um helgina | Krasnodar í 3. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Sigurðsson hefur verið fastamaður í liði Krasnodar á tímabilinu.
Ragnar Sigurðsson hefur verið fastamaður í liði Krasnodar á tímabilinu. Vísir/Getty
Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Krasnodar vann 2-0 sigur á Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sergei Petrov og Ricardo Labotde skoruðu mörk Krasnodar sem er í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, átta stigum á eftir toppliði Zenit frá Pétursborg.

Ragnar spilaði allan tímann þegar Krasnodar tapaði 5-1 fyrir Wolfsburg í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og líklegt verður að teljast að Ragnar hafi verið settur á bekkinn vegna frammistöðunnar í þeim leik.

Ragnar var ekki eini landsliðsmiðvörðurinn sem spilaði ekki um helgina, en Kári Árnason missti af leik Rotherham í gær vegna támeiðsla. Hann verður þó vonandi klár fyrir leikina gegn Belgíu og Tékklandi, en Kári og Ragnar hafa myndað miðvarðapar íslenska liðsins undanfarin ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×