Fyndið íslenskt myndband um klukkubreytingu slær skyndilega í gegn á Youtube Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. nóvember 2014 14:45 Oskaar hefur vakið alheimsathygli „Íslendingurinn Oskaar“ hefur slegið í gegn með fimm ára gömlu Youtube-myndbandi sem hann sendi til Ástrálíu. Myndbandið var gert til þess að varpa ljósi á myrkrið hér á landi (já, ætlaður orðaleikur). Tilefnið var kosningar í vesturhluta Ástralíu, um hvort breyta ætti klukkunni þar og taka upp vetrar- og sumartíma. Myndbandið má sjá hér að neðan. Samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn í myndbandinu þó ekki íslenskur, heldur er hann Ástrali sem fluttist hingað til lands. Þó verður að segjast að framburður hans á orðinu „heyrðu“ var með öllu hnökralaus. Með hæðni tekst honum að fjalla um áhrifin sem hið íslenska skammdegi hefur á fólk og hvetur fólkið í Ástralíu til þess að taka upp breytingar á klukkunni. Myndbandið hafði þó ekki tilætluð áhrif því almenningur kaus gegn fyrirhuguðum breytingum. Myndbandið var gert fyrir fimm árum síðan, en sló í gegn í byrjun vikunnar, eftir að það fór um vefinn Reddit. Horft hefur verið á það rúmlega átta hundruð þúsund sinnum og má sjá á línuriti yfir áhorfið hversu hratt það hefur aukist.Hér má sjá hversu mikið áhorfið hefur aukist á myndbandinu. Línan er nánast lóðrétt.Á vefnum MIC er fjallað um myndbandið og breytingar á klukkunni. Fjallað er um birtuna og myrkrið hér á landi í greininni. Þar kemur fram að Íslendingar fá allt frá þremur klukkustundum til tuttugu og einnar af sólskini. Fjallað er um kosti en aðallega galla þess að breyta klukkunni. Í greininni eru settar fram ýmis rök gegn því að hafa vetrartíma og sumartíma, þ.e. breyta klukkunni tvisvar á ári. Einnig er bent á grein sem birtist á vefnum The Atlantic sem segir þessar breytingar vera helstu skömm Bandaríkjanna. Í greininni sem birtist á MIC er litið á það sem góða hugmynd að hámarka sólskinsstundir og það lagt til að færa klukkuna fram og halda henni þannig. Tengdar fréttir Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Íslendingurinn Oskaar“ hefur slegið í gegn með fimm ára gömlu Youtube-myndbandi sem hann sendi til Ástrálíu. Myndbandið var gert til þess að varpa ljósi á myrkrið hér á landi (já, ætlaður orðaleikur). Tilefnið var kosningar í vesturhluta Ástralíu, um hvort breyta ætti klukkunni þar og taka upp vetrar- og sumartíma. Myndbandið má sjá hér að neðan. Samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn í myndbandinu þó ekki íslenskur, heldur er hann Ástrali sem fluttist hingað til lands. Þó verður að segjast að framburður hans á orðinu „heyrðu“ var með öllu hnökralaus. Með hæðni tekst honum að fjalla um áhrifin sem hið íslenska skammdegi hefur á fólk og hvetur fólkið í Ástralíu til þess að taka upp breytingar á klukkunni. Myndbandið hafði þó ekki tilætluð áhrif því almenningur kaus gegn fyrirhuguðum breytingum. Myndbandið var gert fyrir fimm árum síðan, en sló í gegn í byrjun vikunnar, eftir að það fór um vefinn Reddit. Horft hefur verið á það rúmlega átta hundruð þúsund sinnum og má sjá á línuriti yfir áhorfið hversu hratt það hefur aukist.Hér má sjá hversu mikið áhorfið hefur aukist á myndbandinu. Línan er nánast lóðrétt.Á vefnum MIC er fjallað um myndbandið og breytingar á klukkunni. Fjallað er um birtuna og myrkrið hér á landi í greininni. Þar kemur fram að Íslendingar fá allt frá þremur klukkustundum til tuttugu og einnar af sólskini. Fjallað er um kosti en aðallega galla þess að breyta klukkunni. Í greininni eru settar fram ýmis rök gegn því að hafa vetrartíma og sumartíma, þ.e. breyta klukkunni tvisvar á ári. Einnig er bent á grein sem birtist á vefnum The Atlantic sem segir þessar breytingar vera helstu skömm Bandaríkjanna. Í greininni sem birtist á MIC er litið á það sem góða hugmynd að hámarka sólskinsstundir og það lagt til að færa klukkuna fram og halda henni þannig.
Tengdar fréttir Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04