Erlent

Kínverjar geta grandað drónum með nýju leysigeislavopni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Drónar hafa verið notaðir til njósna og árása á undanförnum árum.
Drónar hafa verið notaðir til njósna og árása á undanförnum árum. Vísir / Wikipedia
Kínverjar hafa þróað nýtt leysigeislavopna sem getur fundið og eytt drónum á afar stuttum tíma. Með þessu nýja vopni geta Kínverjar því auðveldlega grandað drónum sem hægt er að nota til að gera árásir eða stundað njósnir. Bandaríski herinn hefur þróað svipað tæki.

Ríkisfréttastofa Kína greinir frá málinu og segir að leysigeislinn geti grandað drónum sem fljúga í kringum 1.600 feta hæð í allt að 1,9 kílómetra fjarlægð. Þetta nýja tæki Kínverja ætti því að geta grandað flestum drónum sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi.

Til að geta grandað dróna þarf að vera hægt að beina geislanum beint á hann í nokkrar mínútur. Geislinn brennir í gegnum drónann með þeim afleyðingum að hann eyðileggst.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Bandaríkjaher gerði um leysigeislavopnið sem þeir þróuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×