Stóra kokteilsósumálið: Nanna Rögnvaldar segir sósuna ekki alíslenska Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2014 15:15 vísir/anton/nanna „Við getum allavega slegið því föstu strax, sem flestir vissu nú líklega fyrir, að kokkteilsósan er ekki íslensk uppfinning og þúsund eyja sósa er ekki orðin til út frá íslenskri kokkteilsósu. Fremur er það öfugt,“ skrifar Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur á bloggsíðu sína. Vísar hún þar með í ummæli Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara sem á dögunum fullyrti að kokteilsósan væri alíslensk, fundin upp af Magnúsi Björnssyni á Aski. Kokteilsósunnar fyrst getið árið 1947 - Elsta uppskriftin frá 1951 Nanna lagðist því í rannsóknarvinnu og náði að brjóta málið til mergjar. Hún leitaði meðal annars í hinar ýmsu bækur, á timarit.is og á Facebook til að afla sér upplýsinga um málið. Hún fór allt aftur til ársins 1947 þegar kokteilsósunnar var fyrst getið á Hóteli höll þar sem boðið var upp á rauðsprettu með kokteilsósu. „Reyndar er óvíst hvort það var majónes-tómatsósa eða bara krydduð tómatsósa,“ skrifar Nanna sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar á færslu sinni. Elsta uppskriftin sem hún fann er frá árinu 1951 Sú sósa samanstendur af majónesi, tómatpúrru og rjóma. „Þessi uppskrift er að vísu nokkuð óljós og þrátt fyrir nafnið er spurning hvort þetta telst vera alvöru kokkteilsósa þar sem tómatmaukið virðist vera aðalhráefnið.“Nafnlaus sósa árið 1955 - Á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins Þá fann hún uppskrift frá árinu 1955 í dagblaðinu Vísi sem hún telur öruggt að sé kokteilsósa þrátt fyrir að sósan sé nafnlaus í blaðinu. „Majónes, kryddað vel með tómatsósu og 1-2 skeiðar af sérríi látnar út í,“ segir í uppskriftinni. Svipuð uppskrift var í Morgunblaðinu ári síðar. Kokteilsósa var á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins, til að mynda á Leikhúskjallaranum og Naustinu. „Hún var reyndar ekki bara á fínustu stöðunum, kommaveitingastaðurinn Miðgarður á Þórsgötu 1 bauð upp á kokkteilsósu með steikta fiskinum í janúar 1958.“ Það færir okkur til ársins 1959. Í Vikunni það árið má finna uppskrift að kokteilsósu sem svipar til þeirrar gerðar sem Nanna lærði að gera á kokkanámskeiði sextán árum seinna: HP-sósa, tómatsósa, þeyttur rjómi og sérrí. Ekki alls óþekkt „Í jólablaði Vikunnar 1964 er uppskrift að kokkteilsósu með laxi á jólaborðið: majónes, tómatsósa, ensk sósa, hvítvín, e.t.v. þeyttur rjómi. Í ársbyrjun 1965 bauð Þorvaldur í Síld og fiski upp á tilbúna sjávarrétti í kokkteilsósu í verslun sinni. Og þegar U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í heimsókn til Íslands sumarið 1966 var honum meðal annars boðið upp á ristaðan silung með kryddsmjöri og kokkteilsósu í veislu í Valhöll á Þingvöllum. Þannig að þótt kokkteilsósan hefði ekki um miðjan sjöunda áratuginn náð viðlíka útbreiðslu og síðar varð var hún að minnsta kosti langt frá því óþekkt.“mynd/nanna rögnvaldarMagnús Björnsson og Valgerður Sigurðardóttir kona hans hófu veitingarekstur í matstofunni í Vík í Keflavík árið 1957. „Samkvæmt því sem Magnús segir í viðtali og vitnað er til hér efst var það ásókn gesta í þúsund eyja sósuna sem varð til þess að kona hans fór að gera tilraunir með hana og úr varð kokkteilsósan. Hann segir ekki frá því í hverju breytingarnar fólust en samkvæmt auglýsingu frá 1996 (birt í tilefni þess að McDonalds fór að bjóða upp á kokkteilsósu) var í henni m.a. majónes, Valstómatsósa og ananassafi.“ Nanna vísar í frásögn sem hún las fyrir um tveimur áratugum síðan. „Þar var sagt að hún hefði orðið til á veitingastað Magnúsar í Keflavík og hefði upphaflega verið gerð úr blöndu af majónesi og bechamelsósu (ljósum hveitijafningi), tómatsósu, ananassafa og fleiru. Þetta kann að hljóma mjög undarlega en blanda af uppbökuðum hveitijafningi og majónesi (stundum kölluð „hálfmajónes“) var ekkert óalgeng á fyrri hluta aldarinnar og það má finna margar uppskriftir í matreiðslubókum.“ Sömu uppskrift er að finna í Mat og drykk, ,4. útgáfu 1966. „Þannig að svona kokkteilsósuuppskrift var allavega til … En hafi upprunalega sósan á Vík verið svona datt bechamelsósan fljótlega út.“Áttu þátt í að breiða út vinsældir sósunnar Veitingastaðurinn Askur opnaði árið 1966 og náði hann strax gríðarlegum vinsældum. Hjónin Magnús og Valgerður buðu upp á sósuna á veitingastað sínum og náði hún - eða svipaðar sósur - fljótt útbreiðslu. „Mér sýnist að það sé með engu móti hægt að segja að þau hjónin hafi fundið upp kokkteilsósuna en kannski einhverja ákveðna gerð hennar en af því að ég hef ekki uppskriftina sem þau notuðu veit ég það ekki fyrir víst – sé þó ekkert nýtt í því sem ég hef heyrt af nema kannski ananassafann, sem er nú eiginlega alveg horfinn aftur út. En þau áttu sjálfsagt töluverðan þátt í að breiða út vinsældir sósunnar.“ Hér fyrir neðan má finna útgáfu Nönnu af sósunni sívinsælu.mynd/nanna rögnvaldarLúxuskokteilsósa 1 eggjarauða 1/2 tsk sinnep 1 tsk sítrónusafi pipar og salt 200 ml olía 100 g sýrður rjómi (36%), má vera þeyttur rjómi 4 msk tómatsósa 1 msk sérrí 1 msk ananassafi (eða öllu heldur safi úr ananasdós) skvetta af tabascosósu Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
„Við getum allavega slegið því föstu strax, sem flestir vissu nú líklega fyrir, að kokkteilsósan er ekki íslensk uppfinning og þúsund eyja sósa er ekki orðin til út frá íslenskri kokkteilsósu. Fremur er það öfugt,“ skrifar Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur á bloggsíðu sína. Vísar hún þar með í ummæli Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara sem á dögunum fullyrti að kokteilsósan væri alíslensk, fundin upp af Magnúsi Björnssyni á Aski. Kokteilsósunnar fyrst getið árið 1947 - Elsta uppskriftin frá 1951 Nanna lagðist því í rannsóknarvinnu og náði að brjóta málið til mergjar. Hún leitaði meðal annars í hinar ýmsu bækur, á timarit.is og á Facebook til að afla sér upplýsinga um málið. Hún fór allt aftur til ársins 1947 þegar kokteilsósunnar var fyrst getið á Hóteli höll þar sem boðið var upp á rauðsprettu með kokteilsósu. „Reyndar er óvíst hvort það var majónes-tómatsósa eða bara krydduð tómatsósa,“ skrifar Nanna sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar á færslu sinni. Elsta uppskriftin sem hún fann er frá árinu 1951 Sú sósa samanstendur af majónesi, tómatpúrru og rjóma. „Þessi uppskrift er að vísu nokkuð óljós og þrátt fyrir nafnið er spurning hvort þetta telst vera alvöru kokkteilsósa þar sem tómatmaukið virðist vera aðalhráefnið.“Nafnlaus sósa árið 1955 - Á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins Þá fann hún uppskrift frá árinu 1955 í dagblaðinu Vísi sem hún telur öruggt að sé kokteilsósa þrátt fyrir að sósan sé nafnlaus í blaðinu. „Majónes, kryddað vel með tómatsósu og 1-2 skeiðar af sérríi látnar út í,“ segir í uppskriftinni. Svipuð uppskrift var í Morgunblaðinu ári síðar. Kokteilsósa var á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins, til að mynda á Leikhúskjallaranum og Naustinu. „Hún var reyndar ekki bara á fínustu stöðunum, kommaveitingastaðurinn Miðgarður á Þórsgötu 1 bauð upp á kokkteilsósu með steikta fiskinum í janúar 1958.“ Það færir okkur til ársins 1959. Í Vikunni það árið má finna uppskrift að kokteilsósu sem svipar til þeirrar gerðar sem Nanna lærði að gera á kokkanámskeiði sextán árum seinna: HP-sósa, tómatsósa, þeyttur rjómi og sérrí. Ekki alls óþekkt „Í jólablaði Vikunnar 1964 er uppskrift að kokkteilsósu með laxi á jólaborðið: majónes, tómatsósa, ensk sósa, hvítvín, e.t.v. þeyttur rjómi. Í ársbyrjun 1965 bauð Þorvaldur í Síld og fiski upp á tilbúna sjávarrétti í kokkteilsósu í verslun sinni. Og þegar U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í heimsókn til Íslands sumarið 1966 var honum meðal annars boðið upp á ristaðan silung með kryddsmjöri og kokkteilsósu í veislu í Valhöll á Þingvöllum. Þannig að þótt kokkteilsósan hefði ekki um miðjan sjöunda áratuginn náð viðlíka útbreiðslu og síðar varð var hún að minnsta kosti langt frá því óþekkt.“mynd/nanna rögnvaldarMagnús Björnsson og Valgerður Sigurðardóttir kona hans hófu veitingarekstur í matstofunni í Vík í Keflavík árið 1957. „Samkvæmt því sem Magnús segir í viðtali og vitnað er til hér efst var það ásókn gesta í þúsund eyja sósuna sem varð til þess að kona hans fór að gera tilraunir með hana og úr varð kokkteilsósan. Hann segir ekki frá því í hverju breytingarnar fólust en samkvæmt auglýsingu frá 1996 (birt í tilefni þess að McDonalds fór að bjóða upp á kokkteilsósu) var í henni m.a. majónes, Valstómatsósa og ananassafi.“ Nanna vísar í frásögn sem hún las fyrir um tveimur áratugum síðan. „Þar var sagt að hún hefði orðið til á veitingastað Magnúsar í Keflavík og hefði upphaflega verið gerð úr blöndu af majónesi og bechamelsósu (ljósum hveitijafningi), tómatsósu, ananassafa og fleiru. Þetta kann að hljóma mjög undarlega en blanda af uppbökuðum hveitijafningi og majónesi (stundum kölluð „hálfmajónes“) var ekkert óalgeng á fyrri hluta aldarinnar og það má finna margar uppskriftir í matreiðslubókum.“ Sömu uppskrift er að finna í Mat og drykk, ,4. útgáfu 1966. „Þannig að svona kokkteilsósuuppskrift var allavega til … En hafi upprunalega sósan á Vík verið svona datt bechamelsósan fljótlega út.“Áttu þátt í að breiða út vinsældir sósunnar Veitingastaðurinn Askur opnaði árið 1966 og náði hann strax gríðarlegum vinsældum. Hjónin Magnús og Valgerður buðu upp á sósuna á veitingastað sínum og náði hún - eða svipaðar sósur - fljótt útbreiðslu. „Mér sýnist að það sé með engu móti hægt að segja að þau hjónin hafi fundið upp kokkteilsósuna en kannski einhverja ákveðna gerð hennar en af því að ég hef ekki uppskriftina sem þau notuðu veit ég það ekki fyrir víst – sé þó ekkert nýtt í því sem ég hef heyrt af nema kannski ananassafann, sem er nú eiginlega alveg horfinn aftur út. En þau áttu sjálfsagt töluverðan þátt í að breiða út vinsældir sósunnar.“ Hér fyrir neðan má finna útgáfu Nönnu af sósunni sívinsælu.mynd/nanna rögnvaldarLúxuskokteilsósa 1 eggjarauða 1/2 tsk sinnep 1 tsk sítrónusafi pipar og salt 200 ml olía 100 g sýrður rjómi (36%), má vera þeyttur rjómi 4 msk tómatsósa 1 msk sérrí 1 msk ananassafi (eða öllu heldur safi úr ananasdós) skvetta af tabascosósu
Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56