Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2014 14:45 "Hvers eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis í þessum málum að gjalda? Hefur embættið einhverja fordóma gegn þessum fórnarlömbum,“ spyr Brynjar Níelsson en Eygló Harðardóttir hefur talað skýrt fyrir opnu þinghaldi í málum meintra vændiskaupenda. visir Þekktir lögmenn, svo sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Brynjar Níelsson, velta fyrir sér prinsippum er snúa að opnu þinghaldi í málefnum meintra vændiskaupenda. Andi hinna umdeildu laga um kaup og sölu á vændi er sá að þeir sem uppvísir verða að því kaupa vændi verði nafngreindir -- aðeins þannig nái ætlaður fælingarmáttur fram. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er ein þeirra sem lagt hefur áherslu á þetta atriði.Einar Tryggvasonkrafðist þess fyrir hönd ríkissaksóknara við þingfestingu í morgun að þinghald yrði opið í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. I dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að kveða upp úrskurð sinn í málinu. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar. Meðferð málsins í héraði var frestað til 17. desember.Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því með vísan til 10. greinar sakamálalaga, a og d liða, sem fjalla um að þinghöld skuli lokuð til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitna eða af velsæmisástæðum. Hann segir aftur kominn upp ágreining um hvort þinghöld í þessum málum skuli haldin fyrir luktum dyrum eða ekki. „Hæstiréttur mun hafa síðasta orðið í þessu eins og öðru.“Vilja auðmýkja og smána hina ákærðuVilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er einn þeirra sem veltir málinu fyrir sér og hann ritar stuttan pistil á Fb-síðu sína þar sem hann lýsir því yfir að þetta sé beinlínis sorgleg krafa hjá ríkissaksóknara. „Gapastokkurinn var aflagður sem refsitæki á Íslandi árið 1808 meðal annars af mannúðarástæðum. Tveimur öldum og ótal mannréttindasamningum síðar vill ríkissaksóknari endurvekja þetta forna refsitól og auðmýkja og smána ákærðu opinberlega. Ef sök sannast er sektargreiðslan sem ákærðu verða dæmdir til þess að greiða algjört aukaatriði í samburði við aftökuna á mannorði viðkomandi sem ríkissaksóknari gerir kröfu um að fari fram í beinni útsendingu,“ segir Vilhjálmur og bendir á að rétt sé að hafa í huga að mannorð þeirra sem verða hugsanlegir sýknaðir af vændiskaupum verður líka lagt í rúst nái krafa ríkissaksóknara fram að ganga: „Nú er mikilvægt að héraðsdómur standi í lappirnar.“Fælingarmáttur lagannaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, mælti fyrir vændisfrumvarpinu á sínum tíma, þar sem leitt var í lög að kaup væru refsiverð en sala vændis ekki. Hún hefur fordæmt lokað þinghald í málum sem þessum, gerði það meðal annars í úttekt Pressunnar, það græfi undan fælingarmætti og anda laganna. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var Álfheiði hjartanlega sammála fyrir fjórum árum og sagði að „nöfn vændiskaupenda hlytu að koma fram í dómi héraðsdóms yrðu þeir sakfelldir. Þeim ætti ekki að hlífa umfram til dæmis dæmda nauðgara.“ Vísir hafði samband við ráðherra og hún tjáði miðlinum það að hún hafi í engu breytt um skoðun.Fordómar saksóknara gegn vændiskonumBrynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður leggur orð í belg hjá Vilhjálmi, og hann bendir á tvískinnung sem hann telur að felist í þessari afstöðu. „Skilgreindi löggjafinn ekki vændiskaup sem kynferðisbrot gegn seljandanum? Síðast þegar ég vissi var ríkissaksóknari alltaf sá sem krafðist lokaðara þinghalda í kynferðisbrotamálum. Hvers eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis í þessum málum að gjalda? Hefur embættið einhverja fordóma gegn þessum fórnarlömbum sem þurfa að þola gífurlegt ofbeldi af hendi kaupenda sem stofnar auðvitað sálarheill þolans í stórkostlega hættu?“ Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Þekktir lögmenn, svo sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Brynjar Níelsson, velta fyrir sér prinsippum er snúa að opnu þinghaldi í málefnum meintra vændiskaupenda. Andi hinna umdeildu laga um kaup og sölu á vændi er sá að þeir sem uppvísir verða að því kaupa vændi verði nafngreindir -- aðeins þannig nái ætlaður fælingarmáttur fram. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er ein þeirra sem lagt hefur áherslu á þetta atriði.Einar Tryggvasonkrafðist þess fyrir hönd ríkissaksóknara við þingfestingu í morgun að þinghald yrði opið í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. I dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að kveða upp úrskurð sinn í málinu. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar. Meðferð málsins í héraði var frestað til 17. desember.Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því með vísan til 10. greinar sakamálalaga, a og d liða, sem fjalla um að þinghöld skuli lokuð til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitna eða af velsæmisástæðum. Hann segir aftur kominn upp ágreining um hvort þinghöld í þessum málum skuli haldin fyrir luktum dyrum eða ekki. „Hæstiréttur mun hafa síðasta orðið í þessu eins og öðru.“Vilja auðmýkja og smána hina ákærðuVilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er einn þeirra sem veltir málinu fyrir sér og hann ritar stuttan pistil á Fb-síðu sína þar sem hann lýsir því yfir að þetta sé beinlínis sorgleg krafa hjá ríkissaksóknara. „Gapastokkurinn var aflagður sem refsitæki á Íslandi árið 1808 meðal annars af mannúðarástæðum. Tveimur öldum og ótal mannréttindasamningum síðar vill ríkissaksóknari endurvekja þetta forna refsitól og auðmýkja og smána ákærðu opinberlega. Ef sök sannast er sektargreiðslan sem ákærðu verða dæmdir til þess að greiða algjört aukaatriði í samburði við aftökuna á mannorði viðkomandi sem ríkissaksóknari gerir kröfu um að fari fram í beinni útsendingu,“ segir Vilhjálmur og bendir á að rétt sé að hafa í huga að mannorð þeirra sem verða hugsanlegir sýknaðir af vændiskaupum verður líka lagt í rúst nái krafa ríkissaksóknara fram að ganga: „Nú er mikilvægt að héraðsdómur standi í lappirnar.“Fælingarmáttur lagannaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, mælti fyrir vændisfrumvarpinu á sínum tíma, þar sem leitt var í lög að kaup væru refsiverð en sala vændis ekki. Hún hefur fordæmt lokað þinghald í málum sem þessum, gerði það meðal annars í úttekt Pressunnar, það græfi undan fælingarmætti og anda laganna. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var Álfheiði hjartanlega sammála fyrir fjórum árum og sagði að „nöfn vændiskaupenda hlytu að koma fram í dómi héraðsdóms yrðu þeir sakfelldir. Þeim ætti ekki að hlífa umfram til dæmis dæmda nauðgara.“ Vísir hafði samband við ráðherra og hún tjáði miðlinum það að hún hafi í engu breytt um skoðun.Fordómar saksóknara gegn vændiskonumBrynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður leggur orð í belg hjá Vilhjálmi, og hann bendir á tvískinnung sem hann telur að felist í þessari afstöðu. „Skilgreindi löggjafinn ekki vændiskaup sem kynferðisbrot gegn seljandanum? Síðast þegar ég vissi var ríkissaksóknari alltaf sá sem krafðist lokaðara þinghalda í kynferðisbrotamálum. Hvers eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis í þessum málum að gjalda? Hefur embættið einhverja fordóma gegn þessum fórnarlömbum sem þurfa að þola gífurlegt ofbeldi af hendi kaupenda sem stofnar auðvitað sálarheill þolans í stórkostlega hættu?“
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira