Erlent

Beittu táragasi gegn mótmælendum í Egyptalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er einn hafi látið lífið í átökum við lögreglu.
Talið er einn hafi látið lífið í átökum við lögreglu. Vísir/AFP
Lögregla í Egyptalandi beitti táragasi gegn mótmælendum í Kaíró sem mótmæla því að morðákærum gegn Hosni Múbarak var vísað frá. Um tvö þúsund mótmælendur komu saman á Tahrir torgi, fæðingarstað uppreisnarinnar árið sem kom Múbarak frá völdum árið 2011. Talið er einn hafi látið lífið í átökum við lögreglu.

Ný lög hafa verið sett í landinu sem gera mótmæli ólögleg og er mögulegt að refsa mótmælendum með löngum fangelsisdómum. Þrátt fyrir það hrópuðu mótmælendur slagyrði gegn hernum, en yfirmaður hans, Abdel-Fattah el-Sissi, er nú forseti.

Eftir að meðlimir Múslímska bræðralagsins gengu til liðs við mótmælendur réðust lögreglumenn gegn þeim með vatnsbyssum og táragasi. AP fréttaveitan segir að meðlimir hins bannaða bræðralags hafi kastið grjóti og barist við lögreglu. Talið er að 29 manns hafi verið handteknir hið minnsta.

Múbarak hafði verið dæmdur, ásamt sex öðrum , í lífstíðarfangelsi árið 2012. Þeim dómi var þó snúið við í fyrra. Talið er að rúmlega 800 manns hafi látið lífið þegar öryggissveitir börðu niður mótmæli í Kaíró árið 2011, nokkrum vikum áður en Múbarak sagði af sér.

Í sjónvarpsviðtali sagði Múbarak að hann hefði : „Ekki gert neitt rangt“. Hann situr nú í fangelsi fyrir að draga að sér opinbert fé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×