„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2014 13:22 Ragnheiður segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar hafi komið þingflokknum í opna skjöldu. Vísir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið á óvart. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, tilkynnti um skipun Ólafar á fundi með þingmönnum flokksins í morgun. „Þetta kom þingflokknum verulega á óvart. Hennar nafn hafði aldrei komið upp í þessari umræðu,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Skipun Ólafar kom fjölmiðlum einnig í opna skjöldu sem höfðu flestir spáð því að Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, yrði skipaður. Hann hafnaði hins vegar boði Bjarna um ráðherrastól. Sjá einnig: Pétur Blöndal vonsvikinn Ragnheiður leyndi því ekki í samtali við Vísi að hún væri svekkt með að gengið hefði verið framhjá sér. „Ef þú ert í pólitík þá ertu þar til að hafa áhrif. Ef þú telur þig hafa eiginleika og vera þokkalega menntuð, hafa reynslu, þá verður maður að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum,“ segir Ragnheiður. Hún bætir þó við að svona sé lífið og það þýði ekki að velta sér upp úr svona hlutum. Ólöf sé flott kona og hún óski vinkonu sinni alls hins best í embætti.Ólöf Nordal er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið.Vísir/ValliFormaðurinn fór óvenjulega leið Aðeins nítján ráðherrar hafa verið utan þings og segir stjórnamálfræðingur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, fara nokkuð óvenjulega leið með því að velja Ólöfu Nordal sem nýjan innanríkisráðherra. Gengið sé framhjá þingflokksformanninum en Ólöf hefur verið dyggur stuðningmaður formannsins. Mörgum kom á óvart þegar tilkynnt var að Ólöf Nordal verði nýr innanríkisáðherra enda er hún ekki ein þeirra sem orðuð hafði verið við embættið. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir formann flokksins fara nokkuð óvenjulega leið. „Það sem maður getur svona séð að Bjarni hafi verið að hugsa um er að hann slær flugur í einu höggi. Hann fær konu með reynslu sem er jafnframt lögfræðingur. Það var svona sterk krafa um að kona yrði ráðherra enda svona hallar svolítið á konur í þessari ríkisstjórn og Ólöf er kona með reynslu úr stjórnmálunum,“ segir Stefanía.Bjarni ræðir við blaðamenn að loknum þingflokksfundi í morgun.Vísir/GVAGengið framhjá Ragnheiði Stjórnmálafræðingurinn minnir á að Ólöf hafi verið dyggur stuðningsmaður Bjarna í gegnum tíðina. „Svo kemur á móti að hún hefur verið að glíma við erfið veikindi og er að stíga upp úr því þannig að þetta verður töluvert mikið átak fyrir hana, jafnframt því að ná fullum bata. Svo getur maður velt því fyrir sér hvers vegna hann leitar út fyrir þingflokkinn. Það er nú hefð fyrir því að þingflokksformaður gangi fyrir sem svona næsti ráðherra þegar að það losnar. Í þessu tilviki er það Ragnheiður Ríkharðsdóttir en það er sem sagt gengið framhjá henni núna,“ segir Stefanía. Hún telur að það að Ragnheiður vilji ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið hafi mikið að segja um það. Þá segir Stefanía sjaldgæft að skipaðir séu ráðherrar sem sitja ekki á þingi. Aðeins hafi nítján slíkir ráðherrar verið skipaðir. Flestir hafi þó haft reynslu af þingstörfum. Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið á óvart. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, tilkynnti um skipun Ólafar á fundi með þingmönnum flokksins í morgun. „Þetta kom þingflokknum verulega á óvart. Hennar nafn hafði aldrei komið upp í þessari umræðu,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Skipun Ólafar kom fjölmiðlum einnig í opna skjöldu sem höfðu flestir spáð því að Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, yrði skipaður. Hann hafnaði hins vegar boði Bjarna um ráðherrastól. Sjá einnig: Pétur Blöndal vonsvikinn Ragnheiður leyndi því ekki í samtali við Vísi að hún væri svekkt með að gengið hefði verið framhjá sér. „Ef þú ert í pólitík þá ertu þar til að hafa áhrif. Ef þú telur þig hafa eiginleika og vera þokkalega menntuð, hafa reynslu, þá verður maður að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum,“ segir Ragnheiður. Hún bætir þó við að svona sé lífið og það þýði ekki að velta sér upp úr svona hlutum. Ólöf sé flott kona og hún óski vinkonu sinni alls hins best í embætti.Ólöf Nordal er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið.Vísir/ValliFormaðurinn fór óvenjulega leið Aðeins nítján ráðherrar hafa verið utan þings og segir stjórnamálfræðingur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, fara nokkuð óvenjulega leið með því að velja Ólöfu Nordal sem nýjan innanríkisráðherra. Gengið sé framhjá þingflokksformanninum en Ólöf hefur verið dyggur stuðningmaður formannsins. Mörgum kom á óvart þegar tilkynnt var að Ólöf Nordal verði nýr innanríkisáðherra enda er hún ekki ein þeirra sem orðuð hafði verið við embættið. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir formann flokksins fara nokkuð óvenjulega leið. „Það sem maður getur svona séð að Bjarni hafi verið að hugsa um er að hann slær flugur í einu höggi. Hann fær konu með reynslu sem er jafnframt lögfræðingur. Það var svona sterk krafa um að kona yrði ráðherra enda svona hallar svolítið á konur í þessari ríkisstjórn og Ólöf er kona með reynslu úr stjórnmálunum,“ segir Stefanía.Bjarni ræðir við blaðamenn að loknum þingflokksfundi í morgun.Vísir/GVAGengið framhjá Ragnheiði Stjórnmálafræðingurinn minnir á að Ólöf hafi verið dyggur stuðningsmaður Bjarna í gegnum tíðina. „Svo kemur á móti að hún hefur verið að glíma við erfið veikindi og er að stíga upp úr því þannig að þetta verður töluvert mikið átak fyrir hana, jafnframt því að ná fullum bata. Svo getur maður velt því fyrir sér hvers vegna hann leitar út fyrir þingflokkinn. Það er nú hefð fyrir því að þingflokksformaður gangi fyrir sem svona næsti ráðherra þegar að það losnar. Í þessu tilviki er það Ragnheiður Ríkharðsdóttir en það er sem sagt gengið framhjá henni núna,“ segir Stefanía. Hún telur að það að Ragnheiður vilji ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið hafi mikið að segja um það. Þá segir Stefanía sjaldgæft að skipaðir séu ráðherrar sem sitja ekki á þingi. Aðeins hafi nítján slíkir ráðherrar verið skipaðir. Flestir hafi þó haft reynslu af þingstörfum.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18
Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26
Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12
Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01