Erlent

Vilja koma í veg fyrir bætt samskipti

Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída ríkis.
Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída ríkis. Vísir/AP
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi virðast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að þýða skapist í samskiptum Bandaríkjamanna og íbúa á Kúbu. Forsetarnir Raul Castró og Barack Obama lýstu því yfir í vikunni að stjórnmálasamband á milli ríkjanna verði endurvakið en það hefur verið lítið sem ekkert í rúma fimm áratugi.

Þá hefur viðskiptabann einnig verið í gildi af hálfu Bandaríkjamanna. Ekki eru allir sáttir með þessi bættu samskipti og í gær sagði öldungadeildarþingmaður Flórída ríkis, Marco Rubio að þingið muni koma í veg fyrir að hægt verði að skipa bandarískan sendiherra á Kúbu, svo dæmi sé tekið.

Þá hafa fleiri andstæðingar áætlunarinnar stigið fram og heitið því að öllum fjárveitingarbeiðnum um aðgerðir sem miði að því að bæta samskiptin verði hafnað umsvifalaust á þinginu, sem lýtur stjórnar Repúblikana í báðum deildum næstu tvö árin hið minnsta.


Tengdar fréttir

„Okey þetta er kúbanskt fu..... freestyle“

Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Erpur Eyvindarson sem þekkja báðir vel til Kúbu eru ánægðir með fréttir af þíðu í samskipum Bandaríkjanna og Kúbu.

Bandaríkin aflétta einangrun af Kúbu

Rúmlega hálfri öld eftir að Bandaríkin lögðu viðskiptabann á Kúbu hafa tekist sögulegar sættir milli ríkjanna. Bandaríkjaforseti segir einangrunarstefnuna úrelta og aldrei hafa virkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×