Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2014 19:07 Lögreglan í Nýju Suður Wales hefur staðfest að þrír eru látnir eftir umsátrið í Sydney þar sem Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsinu Lindt í Sviss í tæpan sólarhring Vísir/Getty Lögreglan í Nýju Suður Wales hefur staðfest að þrír eru látnir eftir umsátrið í Sydney þar sem Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsinu Lindt í Sydney í tæpan sólarhring. Monis er á meðal þeirra látnu, auk tveggja gísla, 34 ára gamals manns og 38 ára gamallar konu. Öll létust þau af skotsárum en til skotbardaga kom á milli gíslatökumannsins og lögreglunnar í kjölfar þess að lögreglan réðst til atlögu gegn honum. Þá höfðu heyrst skothvellir frá kaffihúsinu. Á vef Guardian kemur fram að tvær konur hafi verið fluttar særðar á sjúkrahús en þær eru ekki í lífshættu. Önnur kona var flutt á spítala eftir að hafa verið skotin í öxlina. Þá var lögreglumaður einnig fluttur særður á sjúkrahús en hann er ekki í lífshættu. Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, Man Haron Monis hét upphaflega Manteghi Bourjerdi og kom til Ástralíu frá Íran árið 1996. Hann er þekktur í þarlendum fjölmiðlum en hann hefur haldið uppi mótmælum vegna veru ástralskra hermanna í Afghanistan. Aðferðin hefur verið heldur óvinsæl þar sem hann hefur sent fjölskyldum látinna hermanna bréf. Hann var tæpur á því að lenda í fangelsi en slapp naumlega við slíkt. Í fyrra var hann grunaður um að hafa skipulagt morð á konu að nafni Noreen Pal og hefur að auki margoft verið sakaður um kynferðislega áreitni. Tengdar fréttir Segist hafa komið sprengjum fyrir í Sydney Byssumaður sem heldur fólki í gíslingu í Ástralíu hefur látið gísla hringja til að leggja fram kröfur sínar. 15. desember 2014 09:00 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 Gíslataka í Sydney Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu. 15. desember 2014 00:12 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Lögreglan í Nýju Suður Wales hefur staðfest að þrír eru látnir eftir umsátrið í Sydney þar sem Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsinu Lindt í Sydney í tæpan sólarhring. Monis er á meðal þeirra látnu, auk tveggja gísla, 34 ára gamals manns og 38 ára gamallar konu. Öll létust þau af skotsárum en til skotbardaga kom á milli gíslatökumannsins og lögreglunnar í kjölfar þess að lögreglan réðst til atlögu gegn honum. Þá höfðu heyrst skothvellir frá kaffihúsinu. Á vef Guardian kemur fram að tvær konur hafi verið fluttar særðar á sjúkrahús en þær eru ekki í lífshættu. Önnur kona var flutt á spítala eftir að hafa verið skotin í öxlina. Þá var lögreglumaður einnig fluttur særður á sjúkrahús en hann er ekki í lífshættu. Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, Man Haron Monis hét upphaflega Manteghi Bourjerdi og kom til Ástralíu frá Íran árið 1996. Hann er þekktur í þarlendum fjölmiðlum en hann hefur haldið uppi mótmælum vegna veru ástralskra hermanna í Afghanistan. Aðferðin hefur verið heldur óvinsæl þar sem hann hefur sent fjölskyldum látinna hermanna bréf. Hann var tæpur á því að lenda í fangelsi en slapp naumlega við slíkt. Í fyrra var hann grunaður um að hafa skipulagt morð á konu að nafni Noreen Pal og hefur að auki margoft verið sakaður um kynferðislega áreitni.
Tengdar fréttir Segist hafa komið sprengjum fyrir í Sydney Byssumaður sem heldur fólki í gíslingu í Ástralíu hefur látið gísla hringja til að leggja fram kröfur sínar. 15. desember 2014 09:00 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 Gíslataka í Sydney Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu. 15. desember 2014 00:12 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Segist hafa komið sprengjum fyrir í Sydney Byssumaður sem heldur fólki í gíslingu í Ástralíu hefur látið gísla hringja til að leggja fram kröfur sínar. 15. desember 2014 09:00
Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30
Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29
Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00
Gíslataka í Sydney Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu. 15. desember 2014 00:12