Oprah frumsýnir mynd um Michael Sam

Í desember fer í myndin í loftið á Oprah Network en hún er 90 mínútur að lengd.
Sam hefur verið mikið í fjölmiðlum síðan hann kom út úr skápnum fyrir nýliðavalið í NFL-deildinni. Í þeirri deild hefur aldrei spilað opinberlega samkynhneigður maður.
Sam heldur því fram að hann væri að spila í deildinni ef hann væri ekki hommi. Hann komst í æfingabúðir hjá St. Louis og Dallas en náði ekki að komast í liðið og spila leik í deildinni.
Myndin mun fjalla um líf Sam síðan hann kom út úr skápnum í febrúar. Upphaflega átti að sýna myndina fyrr en þar sem hann komst ekki að í NFL-deildinni seinkaði vinnsluferlinu.
Tengdar fréttir

Sam fær ekki að spila með Rams
Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, Michael Sam, mun ekki fá samning hjá St. Louis Rams þó svo hann hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu.

Væri að spila í NFL-deildinni ef ég væri ekki hommi
Hinn samkynhneigði Michael Sam segir að það hafi lítið með hæfileika sína að gera að hann sé ekki að spila í NFL-deildinni.

Kúrekarnir losuðu sig við Sam
Það stefnir ekki í að hinn samkynhneigði Michael Sam muni spila í NFL-deildinni í vetur.

Sam í æfingarhóp Dallas Cowboys
Draumur Michael Sam um að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni er ekki úti en hann samþykkti tilboð Dallas Cowboys um sæti í æfingarhóp liðsins í dag.

Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL
Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili.

Íþróttafréttamaður styður Michael Sam í hjartnæmri ræðu
Dale Hansen hefur vakið athygli fyrir orð sín um Michael Sam, unga Bandaríkjamanninn sem stefnir í að verði fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta.

Faðir Sam vill helst ekki hafa homma í NFL-deildinni
Ruðningskappinn Michael Sam hefur fengið mikinn stuðning víða að síðan hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Hann er þó ekki að fá mikinn stuðning frá föður sínum, Michael Sam eldri.

Yfirmaður NFL-deildarinnar hrósar Michael Sam
Það er mikið rætt og ritað þessa dagana um hinn samkynhneigða Michael Sam en hann verður væntanlega fyrsti maðurinn í NFL-deildinni sem er kominn út úr skápnum.

Verðandi NFL-stjarna kemur út úr skápnum
Michael Sam er á góðri leið með að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta.