Fótbolti

Torres snýr aftur til Atletico Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Atletico Madrid hefur staðfest að Fernando Torres sé aftur genginn til liðs við félagið en hann kemur sem lánsmaður frá AC Milan.

AC Milan gekk frá kaupum á Torres frá Chelsea um helgina og lánar hann nú strax til æskufélagsins Atletico Madrid en samningurinn gildir til loka næsta tímabils.

Torres lék sinn fyrsta leik með Atletico Madrid sautján ára og skoraði alls 91 mark í 244 leikjum með liðinu. Hann var svo seldur árið 2007 til Liverpool.

Hann var svo seldur til Chelsea fyrir metfé, 50 milljónir punda, árið 2011 en náði sér aldrei almennilega á strik með Lundúnarfélaginu. Torres var lánaður til AC Milan í sumar og skoraði hann eitt mark í tíu leikjum með ítalska liðinu.

Búist var við að Alessio Cerci myndi fara í skiptum til AC Milan en svo virðist sem að hann verði áfram á Spáni um sinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×