Íslenski boltinn

Tonny Mawejje á leiðinni í Val

Tonny í leik með ÍBV á síðasta tímabili.
Tonny í leik með ÍBV á síðasta tímabili. Vísir/Daníel
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar 365 er Tonny Mawejje, fyrrverandi leikmaður ÍBV, búinn að komast að samkomulagi við Val um að leika með liðinu.

Hinn 27 ára gamli Tonny hefur spilað 106 leiki með ÍBV í efstu deild og skorað 10 mörk ásamt því að hafa leikið 48 landsleiki fyrir Úganda. Hann var einn besti leikmaður deildarinnar þegar hann lék með liði ÍBV en þar lék hann meðal annars undir stjórn Magnúsar Gylfasonar, núverandi þjálfara Vals.

Tonny gekk til liðs við Haugesund í nóvember eftir að félagið hafði sýnt honum áhuga í langan tíma. Hann hefur hinsvegar ekki enn fengið tækifærið í liði Haugesund en hefur vermt varamannabekkinn tíu sinnum.

Ekki náðist í Magnús Gylfason, þjálfara Vals, við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×