Réttarfarsnefnd rannsaki verklag símhlerana Hjörtur Hjartarson skrifar 21. september 2014 19:30 Forsætis- og dómsmálaráðherra hyggst senda réttarfarsnefnd erindi þar sem þess er óskað að nefndin fari yfir hvort sérstakur saksóknari hafi farið að lögum og reglum varðandi símhleranir. Hann útilokar ekki að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til að komast að hinu sanna, telji stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þess þörf. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara fullyrti í viðtalinu í Fréttablaðinu um síðustu helgi að víða væri pottur brotinn í starfsemi embættisins. Meðal annars hefði margoft verið hlustað á samtöl verjenda og sakborninga, eitthvað sem er með öllu óheimilt. Dómsmálaráðherra tekur undir að ásakanirnar séu alvarlegar en segist þó bera fullt traust til sérstaks saksóknara. „Hinsvegar verða menn auðvitað þegar að svona ásakanir koma upp að taka þær alvarlegar þó ekki væri nema vegna þess að það er mjög mikilvægt að þessar stofnanir, þessi embætti njóti óskoraðs trausts,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Til að viðhalda þessu trausti mun Sigmundur fela réttarfarsnefndinni að athuga hvað sé hæft í áðurnefndum ásökunum. „Ég geri ráð fyrir að senda þeim formlegt erindi og hef í raun verið að leggja drög að því, þar sem nefndinni er falið í samræmi við hlutverk hennar að fara yfir það regluverk sem gildir um símhleranir og leið að skoða hvernig því regluverki hefur verið beitt og hvort að það þurfi að gera á því einhverjar breytingar, hvort þetta sé að virka sem skildi.“ Sigmundur þyrfti reyndar ekki að leita til réttarfarsnefndarinna til að komast að því hvort hlerunum hafi verið beitt með ólögmætum hætti. Fram kom í Ímon málinu svokallaða síðasta sumar að hlustað hafði verið á samtöl sakborninga og verjenda. Þess ber þó að geta að þegar að sakfellt hefur verið í málum sérstaks saksóknara hafa símhleranir ekki ráðið úrslitum í neinu þeirra.Ríkissaksóknara barst fyrst ábending um að ekki væri allt með felldu þegar kæmi að hlerunum árið 2012 en ákvað þá að fylgja því ekki. Þetta hefur ítrekað verið gagnrýnt og sagt bera vott um slæleg vinnubrögð hjá Ríkissaksókna og sérstaks saksóknara. „En bæði sérstakur saksóknar og ríkissaksóknari hafa hafnað þessum ásökunum. Þær eru þó þess eðlis að það kallar á að þetta verði skoðað.“ „Þú talar um að skoða þetta og kanna hitt en í ljósi þess hversu alvarlegar ásakanirnar eru finnst manni þessar aðgerðir ekki vera í takti við það.“„Þetta er hin sígilda spurning, hver á að gæta varðanna? Þarna er um að ræða mjög mikilvægt grundvallarprinsipp sem er þessi þrískipting valdsins og sjálfstæði ákæruvaldsins og dómstólanna," segir Sigmundur. En þó eru til leiðir fyrir stjórnmálamenn að tryggja að sjálfstæðar stofnanir sem fara með rannsóknar og eftirlitshlutverk fari sjálfar að lögum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur það með höndum. Hægt er að vísa málinu til umboðsmanns Alþingis og í þriðja lagi skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem hefur mjög víðtækar heimildir til að komast að því ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað. Sigmundur efast þannig ekki um að hægt sé að komast að hinu rétta í þessu máli. „Menn hafa nú á undanförnum árum á Íslandi farið ofan í saumana á ýmsu sem hefur gerst hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum og náð árangri í því að komast að því hvað í raun gerðist. Og ég held að menn geti alveg náð árangri í því að komast til botns í þessu máli líka,“ segir Sigmundur Davíð. Alþingi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Forsætis- og dómsmálaráðherra hyggst senda réttarfarsnefnd erindi þar sem þess er óskað að nefndin fari yfir hvort sérstakur saksóknari hafi farið að lögum og reglum varðandi símhleranir. Hann útilokar ekki að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til að komast að hinu sanna, telji stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þess þörf. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara fullyrti í viðtalinu í Fréttablaðinu um síðustu helgi að víða væri pottur brotinn í starfsemi embættisins. Meðal annars hefði margoft verið hlustað á samtöl verjenda og sakborninga, eitthvað sem er með öllu óheimilt. Dómsmálaráðherra tekur undir að ásakanirnar séu alvarlegar en segist þó bera fullt traust til sérstaks saksóknara. „Hinsvegar verða menn auðvitað þegar að svona ásakanir koma upp að taka þær alvarlegar þó ekki væri nema vegna þess að það er mjög mikilvægt að þessar stofnanir, þessi embætti njóti óskoraðs trausts,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Til að viðhalda þessu trausti mun Sigmundur fela réttarfarsnefndinni að athuga hvað sé hæft í áðurnefndum ásökunum. „Ég geri ráð fyrir að senda þeim formlegt erindi og hef í raun verið að leggja drög að því, þar sem nefndinni er falið í samræmi við hlutverk hennar að fara yfir það regluverk sem gildir um símhleranir og leið að skoða hvernig því regluverki hefur verið beitt og hvort að það þurfi að gera á því einhverjar breytingar, hvort þetta sé að virka sem skildi.“ Sigmundur þyrfti reyndar ekki að leita til réttarfarsnefndarinna til að komast að því hvort hlerunum hafi verið beitt með ólögmætum hætti. Fram kom í Ímon málinu svokallaða síðasta sumar að hlustað hafði verið á samtöl sakborninga og verjenda. Þess ber þó að geta að þegar að sakfellt hefur verið í málum sérstaks saksóknara hafa símhleranir ekki ráðið úrslitum í neinu þeirra.Ríkissaksóknara barst fyrst ábending um að ekki væri allt með felldu þegar kæmi að hlerunum árið 2012 en ákvað þá að fylgja því ekki. Þetta hefur ítrekað verið gagnrýnt og sagt bera vott um slæleg vinnubrögð hjá Ríkissaksókna og sérstaks saksóknara. „En bæði sérstakur saksóknar og ríkissaksóknari hafa hafnað þessum ásökunum. Þær eru þó þess eðlis að það kallar á að þetta verði skoðað.“ „Þú talar um að skoða þetta og kanna hitt en í ljósi þess hversu alvarlegar ásakanirnar eru finnst manni þessar aðgerðir ekki vera í takti við það.“„Þetta er hin sígilda spurning, hver á að gæta varðanna? Þarna er um að ræða mjög mikilvægt grundvallarprinsipp sem er þessi þrískipting valdsins og sjálfstæði ákæruvaldsins og dómstólanna," segir Sigmundur. En þó eru til leiðir fyrir stjórnmálamenn að tryggja að sjálfstæðar stofnanir sem fara með rannsóknar og eftirlitshlutverk fari sjálfar að lögum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur það með höndum. Hægt er að vísa málinu til umboðsmanns Alþingis og í þriðja lagi skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem hefur mjög víðtækar heimildir til að komast að því ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað. Sigmundur efast þannig ekki um að hægt sé að komast að hinu rétta í þessu máli. „Menn hafa nú á undanförnum árum á Íslandi farið ofan í saumana á ýmsu sem hefur gerst hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum og náð árangri í því að komast að því hvað í raun gerðist. Og ég held að menn geti alveg náð árangri í því að komast til botns í þessu máli líka,“ segir Sigmundur Davíð.
Alþingi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira