Innlent

"Ekki hlutverk sveitarfélaga að veita fötluðum þjónustu á skólatíma“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán/hari
Engar undanþágur hafa verið veittar til kennslu fatlaðra nemenda og segir formaður undanþágunefndar það vera á ábyrgð sveitarfélaga.

Fimm undanþágur hafa borist nefndinni og var þeim öllum synjað. Undanþágur eru ekki veittar nema upp komi neyðarástand sem skilgreint er sem lífsháski eða alvarleg veikindi.

„Það eru fullt af nemendum sem verða hugsanlega fyrir tjóni af þessu verkfalli og eftir því sem verkfallið dregst á langinn þá megum við eiga hættu á að fólk verði töluverðri röskun,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, sem situr í stjórn undanþágunefndar í viðtali við Vísi.

Slæmt fyrir fatlaða og foreldra þeirra

Sigurður segir verkfallið sérstaklega slæmt bæði fyrir fatlaða nemendur og foreldra þeirra. Hann segir miklu máli skipta að það verði sem minnst röskun fyrir fatlaða nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Þeir séu margir hverjir viðkvæmir fyrir verkfallinu þar sem þeir þurfi á stöðugri þjónustu að halda.

Ekki á ábyrgð sveitarfélaga

Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir það sérkennilegt að undanþága skuli ekki hafa verið veitt og telur það ekki hlutverk sveitarfélaga að veita nemendum þjónustu á skólatíma. Hann segir þó að taka þurfi ákvörðun og nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Hann segir að verði eitthvað gert þá verði opnuð tímabundin skammtímavistun eða viðvera í frístund lengd en veita þurfi töluvert fjármagn í verkefnið.

Sama staða kom upp í síðasta verkfalli og skapaðist þá mikil óánægja vegna þessa.

Borgarráð mun funda á málið á morgun og verður ákvörðun tekin í kjölfar þess.


Tengdar fréttir

Margir nemendur í vandræðum

Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda.

„Þessir nemendur sofa ekki út eða djamma á kvöldin“

Alvarlegt ástand hefur skapast á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Móðir fatlaðs drengs segir líf hans hafa raskast á alla mögulega vegu eftir að verkfallið hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×