Lífið

Hafði aldrei heyrt um Hönnu Birnu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri var í ítarlegu viðtali við breska tímaritið The Guardian í gær þar sem hann talar um fjögur ár sín í borgarstjórn.

Aðspurður um kosninganóttina örlagaríku segir Jón í viðtalinu: „Af hverju þarf ég alltaf að koma mér í klandur?“. Hann lýsir Besta flokknum „ekki sem pólitískum flokk heldur sem lýðræðislegum sjálfshjálparhóp“.

„Þetta hefði átt að vera stórslys. Gnarr hafði engan bakgrunn í pólitík. Þegar framboðið stóð yfir rakst hann á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrum borgarstjóra baksviðs í spjallþætti og hann hafði enga hugmynd um hver hún væri,“ segir í greininni.

Í greininni segir að umdeildustu skoðanir Jóns hafi tengst alþjóðamálum en Jón neitaði til að mynda að taka á móti herskipum í Reykjavíkurhöfn.

„Ísland hefur ekkert erindi í NATO. Við höfum ekkert fram að færa. Það er bara til að einhverjir menn á Íslandi geti hitt aðra menn frá stærri löndum og fengið ljósmynd af sér með þeim - fyrir framan Downing Street 10 eða fyrir framan Hvíta húsið. Þeir fá að hitta stóru karlana og vera á ljósmynd með NATO lógóinu. „Við erum maðurinn!““ segir Jón.

Þá er Jón spurður út í forsetaframboð en eins og vitað er hafa hátt í 5.500 manns lagt blessun sína yfir áskorun á Fésbók um að Jón bjóði sig fram.

„Ég er hæfur, fyrir utan það að ég trúi ekki á Guð. Ég myndi vilja taka fram skoðanir mínar á trúarbrögðum og ég veit ekki hvort það sé hæfandi fyrir forseta að neita að hitta páfann,“ segir Jón í viðtalinu og bætir við eftir stutta umhugsun: „Gerið konu að páfa og þá mun ég hitta hana.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.