Verðtryggð lán hækka ekki í verðbólguskoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2014 10:14 Gylfi Magnússon. Vísir/Valli Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ekki rétt að verðtryggð lán hækki í verðbólguskoti. Vísaði hann þar í ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun sem Gylfi segir tóma þvælu.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz, var til svars um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ sagði Eyjólfur. Hann bætti við að ætti fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum væri sú hætta á að fólkið lenti í fátækragildu. Gylfi er ekki sammála Eyjólfi. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ segir Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Það er svo enn annað mál að verðtryggð lán hækka ekkert í verðbólguskoti - það er hluti af grundvallarmisskilningnum við hina meintu leiðréttingu - krónunum fjölgar í takti við það að hver króna verður verðminni í verðbólgu en lánið stendur í stað að raunvirði.“ Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ekki rétt að verðtryggð lán hækki í verðbólguskoti. Vísaði hann þar í ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun sem Gylfi segir tóma þvælu.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz, var til svars um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ sagði Eyjólfur. Hann bætti við að ætti fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum væri sú hætta á að fólkið lenti í fátækragildu. Gylfi er ekki sammála Eyjólfi. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ segir Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Það er svo enn annað mál að verðtryggð lán hækka ekkert í verðbólguskoti - það er hluti af grundvallarmisskilningnum við hina meintu leiðréttingu - krónunum fjölgar í takti við það að hver króna verður verðminni í verðbólgu en lánið stendur í stað að raunvirði.“
Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00